Fundargerðir foreldrafélagsins
LÖG FORELDRAFÉLAGS LEIKSKÓLANS ÁSGARÐS 1.gr. Nafn félagsins er Foreldrafélag Leikskólans Ásgarðs (F.L.Á) með aðsetur í Húnaþingi vestra 2.gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að góðum samskiptum milli foreldra innbyrðis og foreldra og starfsfólks leikkskólans og standa vörð um hagsmuni barnanna og gæði þeirrar þjónustu sem þau njóta. 3.gr. Allir foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Ásgarði eru sjálfkrafa félagar meðan barn/börn þeirra er(u) á leikskólanum. 4.gr. Aðalfundur skal haldinn fyrir febrúrarlok ár hver. Á aðalfundi eru venjuleg aðalfundarstörf s.s stjórnarkjör, kynning á skýrslu stjórnar og reikningum auk almennra umræðna. Stjórnina skipa fimm félagsmenn og er kjörtímabilið tvö ár. Skal þess gætt að eitt árið séu þrír kosnir til tveggja ára og hitt árið tveir til tveggja ára. Þá skal kjósa þrjá varamenn til eins árs í senn. Kosning skal vera leynileg ef ekki er sjáfkjörið í embætti. Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs formann, gjaldkera og ritara. 5.gr. Stjórnin stýrir málefnum félagsins og annast allar framkvæmdir þess, nema öðruvísi sé ákveðið. Hún hefur heimild til þess að kalla sér til aðstoðar sérhvern almennan félaga og boðar til almenns félagsfundar ef ástæða þykir til. 6.gr. Félagsgjöld eru innheimt í upphafi hvers árs og er upphæð þeirra ákveðin á aðalfundi. Félagsgjöld eru sérstaklega ætluð til að standa straum af kostnaði við skemmtanir og aðrar uppákomur á vegum félagsins og/eða leikskólans, í þágu barnana, s.s litlu jólunum, öskudegi og sumarhátíð auk þess stefnt er að því að færa leikskólanum reglulega gjöf. 7.gr. Ef ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi þá renna eignir þess til nýs félags innan leikskólans, byggt á samskonar grunni. 8.gr. Stjórnin velur fulltrúa úr sínum hópi til setu á fræðsluráðsfundum. 9.gr. Árlega skulu skipaðir 3 fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins til setu í foreldraráði Leikskólans. Fundagerðir Fundur foreldrafélags/ráðs 5. Júní 2020 í Leikskólanum Ásgarði.
Mættar á fund: Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, Elísabet Sif Gísladóttir og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, ásamt Guðrúnu Láru leikskólastjóra. Fundur settur kl. 14:05
• Breytingar á sumarhátíðinni ræddar vegna áhrifa frá Covid-19. Útskrift elsta árgangs samtvinnast með hátíðinni og verður hún því með öðruvísi sniði en vanalega. Drög að dagskrá lögð fram.
• Ný stjórn foreldrafélagsins. Elísabet Eir formaður, Elísabet Sif ritari og Ragnheiður Rún gjaldkeri. Julia Sciba sem kosin var á aðalfundi í stjórn, flytur utan í júlí á þessu ári, og því var Ragnheiður fengin í hennar stað. Fjárhagur félagsins ræddur. Sendir verða út greiðsluseðlar til foreldra á næstu dögum.
• Leikskóladagatal 2020-2021 skoðað. Foreldraráð samþykkir breytingu sem Guðrún Lára leggur til, að færa haustþingið frá 9. október yfir á 18. september, til að hafa það sama dag og haustþing Grunnskólans.
• Guðrún Lára fer yfir opin svör úr foreldrakönnun 2020. Jákvæð og neikvæð gagnrýni á leikskólann, starfið innan hans og starfsfólkið. Farið verður í umbótaráætlun.
• Staða leikskólans almennt rædd. Hvernig má fá foreldra til að lesa fundargerðir sem þessa og annað á heimasíðu leikskólans? Tillaga um að setja slóð heimasíðunnar á facebooksíðu leikskólans. Ef þú ert að lesa þetta, hefur það virkað.
Fundi slitið kl. 15:25. Elísabet Sif ritaði fundargerð.
Fundargerð Foreldrafélagsins 24. apríl 2020 Fundur fer í gegnum tölvutækt form Zoom en fundinn sitja Guðrún Lára, Julia Sciba, Elísabet Sif og Elísabet Eir sem ritar fundargerð. Fundur settur kl. 10 af Guðrúnu Láru
Fundi slitið kl: 11:00. Fundaritun Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir Aðalfundur foreldrafélags Ásgarðs haldin í Ásgarði 03.03.2020 kl 8:15 Mættir til fundarins 3 úr stjórn, 8 foreldrar og skólastjóri.
Fundur Foreldraráðs 19. nóvember 2018 haldinn í Leikskólanum Ásgarði kl.9 Fundinn sitja skólastjórnendur og stjórn foreldrafélagsins: Guðrún Lára Magnúsdóttir, Þórunn Helga Þorvaldsdóttir, Jenný Þorkatla Magnúsdóttir, Jessica Faustini Aquino, Greta Clough og Julia Sciba. 1. Á fundinum var kosið eftirfarandi: - Jenný Þorkatla Magnúsdóttir er formaður - Julia Sciba er ritari - Greta Clough er gjaldkeri Foreldrar sem hafa áhuga á að sækja foreldrafundi eða vilja taka þátt í árlegum viðburðum eru ávallt velkomnir og eru allir foreldrar leikskólabarna í foreldrafélaginu. 2. Ársskýrsla Ásgarðs 2017 – 2018 - Gefur foreldrum yfirsýn yfir hvað leikskólinn er að gera á árinu. Ársskýrslan verður fáanleg á heimasíðu leikskóla og Facebook síðu fyrir foreldra. 3. Framundan - Mála piparkökur, foreldrar boðnir velkomnir, 28. nóv. 2018 kl. 15:00-16:00 - Jólaball verður 5. des. 2018, kl. 10:00 fyrir nemendur og foreldrakaffi er sama dag kl. 14:15 i. Börnin dansa kringum jólatréð ii. Jólasveinarnir koma með gjafir handa nemendum (Greta Clough mun spyrja foreldra hvort einhver er til í að vera jólasveinn) iii. Jenný sér um jólagjafirnar og hringir í fyrirtækir til að fá tilboð iv. Foreldrar eru velkomnir til að pakka gjöfunum, dagsetning og tími eru ekki enn ákveðin v. Gjafirnar skulu vera persónulegar, hentugar fyrir 1 - 6 ára og ef mögulegt er ekki pakkað í plast - Þau börn sem er reiknað með að verði í leikskólanum 28. og 29. des 2018, geta skráð sig á lista sem settur verður upp í fataklefum nemenda í desember. - Starfsdagar 2. og 3. jan. 2019. Kennarar hafa setið námskeið og fyrirlestra og munu sitja til að vinna af sér þessa daga. vi. Kvíði barna og unglinga var í nóvember 2018 vii. Skyndihjálp barna er í janúar 2019 viii. Samskipti á vinnustað með áherslu á hrós eftir áramót 4. Foreldrafélagið sendir fljótlega rukkun vegna árgjalds fyrir árið 2018 í heimabanka 5. Á næsta fundi viljum við ræða hvernig félagasamtök foreldra geti fengið meiri pening fyrir komandi leikskólaár Hugmyndir voru til dæmis: - Hafa leikskóla söluborð á jólamarkaðnum 2019 og selja hluti sem börnin hafa málað eða gert. - Vera almennt til staðar á atburðum sem haldnir eru í Húnaþing vestra, svo sem á Eldinum. - Halda flóamarkaði í leikskóla og selja vöfflur og kaffi. 6. Önnur mál: - Íþróttaskóli, eins og var í fyrra á laugardögum. Er hægt að halda áfram, ef foreldrum finnst áhugi fyrir hendi og sjá um það. Það er líka hægt að taka aðeins nokkra daga. - Guðrún Lára hefur boðið afnot af sal leikskóla til dæmis um helgar, ef ekkert annað er um að vera þar. Til dæmis, að gera eitthvað fyrir páskana. - Skólastjóri boðar foreldraráð á sinn fund þegar drög eru komin að skóladagatali fyrir 2019-2020 til að fara yfir og koma með ábendingar ef þarf. Ritari Julia Sciba og Þórunn Helga Fundur settur 17. september 2015 klukkan 13:00 Ákveðið að stofna reikning á kennitölu foreldrafélagsins til að foreldra geti lagt inn á til að styðja við Fiorellu sem er fósturbarn nemenda og starfsfólks skólans. Dagsetning ákveðin á því hvenær greiðsluseðlar verða sendir út. Ákveðið að halda við sömu dagsetningu og seinustu ár, þar sem að gjalddaginn er 25.11.2015 og eindagi 2.12.2015. Einnig rætt um upphæð greiðsluseðla og hvort það þyrfti að koma til hækkunar. Einróma ákvörðun um að hækka ekki. Fundi slitið klukkan 14:00 19. mars 2015 Aðalfundur foreldrafélagsins kl 19:30 Aníta formaður setur fundinn og segir frá starfi foreldrafélagsins síðasta starfsár. Ársreikningar fyrir 2013 og 2014. Reikningar samþykktir. Kostningar Gerður Rósa Sigurðardóttir, formaður, Guðmundur Hólmar Jónsson, gjaldkeri og Guðríður Hlín Helgudóttir, ritari. Meðstjórnandi Elsche Oda Apel. Skólastjóri þakkaði fráfarandi stjórn vel unnin störf og bauð nýja stjórn velkomna. Fundur foreldrafélags leikskólans Ásgarðs Haldinn þriðjudaginn 23.september 2014 Aníta formaður setur fundinn Hulda ræðir um fjárhag félagsins. Engar skuldir og upphæð árgjalds ákveðin sú sama. Greiðsluseðlar verða sendir út um miðjan október. Byrjað að skoða jólagjafir fyrir börn. Fundi slitið klukkan 22:00 Guðríður Hlín Aníta Ellertsd. Hulda S Jóhannesd. 13. mars 2014 Aðalfundur foreldrafélags leikskólans Ásgarðs Haldinn fimmtudaginn 13. mars 2014 klukkan 20 í húsnæði Ásgarðs. Aníta formaður setur fundinn og segir frá starfi foreldrafélagsins síðasta starfsár. Ársreikningar fyrir 2012 og 2013 kynntir og geta foreldrar kynnt sér þá þar sem að þeir munu liggja frammi í fatahengi yngra stigs, Rauðagarðs. Eign félagsins er 97.500 krónur. Reikningar samþykktir. Kosningar, Guðríður býður sig fram sem ritari og er það samþykkt. Teresa býður sig fram sem varamaður og það er samþykkt. Ingveldur býður sig fram sem annar varamaður og er það einnig samþykkt. Guðrún Lára kynnir skólapúlsinn og sagði frá að verið sé að framkvæma mat á skólastarfinu meðal foreldra. Einnig sagði hún frá þeirri vinnu sem nú fer fram við gerð námskrár fyrir leikskólann Ásgarð. Önnur mál, umræður Fundi slitið klukkan 21. Fundaritun Guðríður Hlín Helgudóttir 14. nóvember 2011 Fundur settur kl. 13:00 að Fífusundi 10. Ný stjórn fundin J. Fráfarandi stjórn afhendir gögn og kynnir nýrri stjórn verkefni félagsins. Ný stjórn foreldrafélagsins er: Selma Klara Gunnarsdóttir-formaður, Ingveldur Linda Gestsdóttir-ritari, Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir-gjaldkeri. Meðstjórnendur: Sesselja Aníta Ellertsdóttir og Bertha Kristín Óskarsdóttir. Þær eru boðnar hjartanlega velkomnar! Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14:00 Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ingveldur Linda Gestsdóttir, Selma Klara Gunnarsdóttir. 21. september 2011 Aðalfundur Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs, haldinn miðvikudaginn 21.09 2011. Stjórnin mætt. Fundur settur kl. 18:00 af formanni sem býður gesti velkomna. Formaður fer yfir Sumarhátíðina sem tókst mjög vel. Styrktaraðilar voru KVH, Söluskálinn Harpa, Bakaríið Hvammstanga og Fæðingarorlofssjóður. Þakkar stjórnin þeim kærlega fyrir. Gjaldkeri fer yfir ársreikninga og breytinguna sem varð á félagsgjöldunum á síðasta aðalfundi í febrúar. Inneign í félaginu 7. sept 2011 515 kr. Reikningar samþykktir. Ákveðið að senda póst til foreldra um hvort þeir vilji nýta sér að fá félagsgjöldin eingöngu send í heimabankann og sleppa innheimtuseðlum. Ákveðið að hafa þau áfram 2500 kr. per. heimili. Kosningar-á eftir að ná á fólk sem vill gefa kost á sér í félagið! Formaður , ritari og gjaldkeri mega fara út núna. Önnur mál: Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri ræðir um forvarnir og umræðu í tengslum við njálgtilfelli sem komið hafa upp. Leggur áherslu á að það þurfi að huga að þessu hjá öllum og fylgjast vel með þar sem virðist vera erfitt að uppræta hann. Kynnir einnig þróun Flæðisins og verkefni því tengt sem heitir ,, Leikur er barna yndi ". Styrkurinn úr Sprotasjóði verður nýttur í þetta verkefni. Að lokum gafst fundargestum kostur á að labba um skólann með henni og skoða sig um. Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19:20. Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. 9. september 2011 Fundur settur kl. 15:10 í Ráðhúsi. Mættar Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. Rætt um Aðalfund Foreldrafélagsins og ákveðið að halda hann 21. september nk. kl. 18:00. Fundarboð verður sent í tölvupósti til foreldra og einnig auglýst upp á töflu í leikskólanum. Mælst til að félagsgjöldin verði áfram 2500 kr. en það verður rætt á Aðalfundinum. Einnig á að ræða hvort vilji sé fyrir að hætta að senda út greiðsluseðla og koma leikskólagjöldin þá eingöngu inn í heimabankann hjá foreldrunum. Það yrði sparnaður fyrir foreldrafélagið þar sem ekki þyrfti þá að kosta útprentun greiðsluseðlanna. Einnig myndi það samræmast Grænfánaverkefni leikskólans um að minnka pappírsnotkun. Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 15:55. Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. 8. júní 2011 Fundur á Hlöðunni settur kl 12:00. Mætt Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Valdimar Gunnlaugsson, Erla Björg Kristinsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. Rætt um fyrirkomulag og undirbúning fyrir Sumarhátíðina 23. júní nk. Ákveðið að leita til fyrirtækja hér á svæðinu um að gefa hráefni sem þarf fyrir Sumarhátíðina. Nefndin skiptir verkum að tala við forsvarsmenn fyrirtækja. Ákveðið að panta smá gjöf fyrir börnin, lítinn bolta í ár. Sumargjöf frá foreldrafélaginu 15.000 kr. sem verður ráðstafað í leikföng sem á að kaupa á leikskólanum. Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:50. Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Valdimar Gunnlaugsson, Erla Björg Kristinsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. 28. febrúar 2011 Aðalfundur Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs. Stjórnin mætt.
Fleira ekki gert-fundi slitið kl. 22:00. Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Valdimar Gunnlaugsson og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. 27. janúar 2011 Fundur settur kl. 11:00. Mætt eru Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir,Valdimar Gunnlaugsson og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 12:00 Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir, Valdimar Gunnlaugsson og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. 30. nóvember 2010 Fundur settur kl. 9:00. Mætt eru Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir og Valdimar Gunnlaugsson.
Verð: 1 barn: 2500 kr. 2 börn: 4000 kr. 3 börn: 5500 kr. Foreldrafélagið greiddi einungis akstur og fæði fyrir ljósmyndarann og alla hennar vinnu. Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 10:05 Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir og Valdimar Gunnlaugsson. 25. febrúar 2010 Aðalfundur foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs. Fundur settur kl. 18:05 á Bláagarði. Mættir eru úr stjórn: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi
-Árlega skulu skipaðir 3 fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins til setu í foreldraráði leikskólans. Tillagan samþykkt.
Ræðir um hliðmál, stendur til að færa hliðið. Muna eftir að loka hliðinu. Muna eftir að slökkva á bílum sem lagt er á stæðinu. Sumargjöf frá foreldrafélaginu, ákveðið að kaupa annað en myndavél sem upphaflega var rætt um og kaupa e-ð annað sem nýtist leikskólanum. Gærurnar gáfu 100.000 kr til leikskólans, ákveðið að verja þeim pening til leikfangakaupa. Til stendur að starfsfólk leikskólans láti prenta á háskólaboli sem verða til sölu sem fjáröflun vegna mennta/skemmtiferðar þeirra nú í sumar. Peysurnar eru ætlaðar börnum á leikskólanum með merki leikskólans og fleiru prentuðu á.
-Rætt um skólarútuna og öryggisbúnað í henni. Hvort venjuleg belti séu nægur öryggisbúnaður fyrir svona lítil börn. Samkvæmt reglugerð rútunnar er svo. -Lýsing á lóð, til stendur að setja upp ljósastaur sem lýsir svæðið fyrir neðan leikskólann að norðan. -Gangbraut. Nauðsynlegt að koma upp gangbraut við leikskólann yfir Garðaveginn. Löglegur 30 km. hámarkshraði á Garðavegi. Fundi slitið kl. 19:25. Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir. 17. febrúar 2010 Fundur settur kl. 9:30. Mættar eru: -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi -Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi Uppkast gert að auglýsingu fyrir Aðalfund foreldafélagsins sem á að vera í næstu viku 25. febrúar. Ákveðið að breyta tímasetningu og hafa fundinn kl. 18:00 og athuga hvernig það mælist til. Rætt um undirbúning fundarins og ákveðið að hittast 25. febrúar kl. 17:00 fyrir fund. Ína Björk tekur að sér að ljósrita auglýsingu og fara með upp í leikskóla. Fundi slitið kl. 10:05 Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir. 11. febrúar 2010 Fundur settur kl. 15:10. Mættar eru: -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi -Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi Rætt um öskudagsundirbúning. Foreldrafélagið hefur gefið smá glaðning í tunnuna en nú ætlar Fæðingarorlofssjóður að gefa öllum börnum íspinna á öskudaginn svo nú er spurning hvað foreldrafélagið eigi að gefa. Ákveðið að reyna að finna eitthvað lítið dót eða nammi til að setja í tunnuna, fer eftir verði. Ákveðið að Aðalfundur foreldrafélagsins verði í síðustu vikunni í febrúar en foreldrafélagið hittist í næstu viku. Fundi slitið kl. 15:45. Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir. 20. nóvember 2009 Fundur settur kl. 9:00. Mætt eru: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari -Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi -Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi - Rætt um jólagjafir til barnanna. Ákveðið að kaupa frumskógardýr í poka fyrir alla. Ekki þörf á að pakka inn, eru í poka. Þorbjörg tekur að sér að finna " aðalmennina" fyrir Litlu jólin. Hörður sér um að panta jólagjafirnar og fara með upp á leikskóla. Fundi slitið kl 10:00. Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi 29. september 2009
24. apríl 2009 Fundur settur kl 15:00 Mættir eru: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi -Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi 1.Ákveðið að styrkja myndavélakaup á Ásgarði um 15.000 kr, sem sumargjöf. 2. Tilnefningar til heimilis og skóla: 1. Samstarfsverkefni leikskóla og grunnskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna. 2. Hvatningarverðlaun til Þorbjargar Valdimarsdóttur fyrir stuðningskennslu fyrir son sinn Valdimar Tryggva Hannesson. 3. Athuga hvort að starfsdagar geti dreifst meir á vikudagana svo þeir lendi ekki alltaf á þeim sömu. 4. Ákveðið að halda foreldrafund með stjórn og foreldrum í vetur. Til að ræða hlutverk foreldrafélagsins og starf foreldra. Fundi slitið kl. 16:00 28. janúar 2009 Aðalfundur Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs Fundur settur kl. 20:05. Stjórnin öll mætt.
-Athugasemd um söndun og mokstur á bílaplani leikskólans. Leikskólastjóri svarar og segir málið í vinnslu. -Foreldrafélagið fær hrós fyrir framlag sitt með myndatökuna. Einnig þakkað fyrir framtak leikskólans sem prýðir vegg í Austurstræti í Reykjavík. -Gagnrýni á könnunina um sumarlokunina. Kallar á umræðu um að sveitarstjórn og fræðsluráð breyti þessu fyrirkomulagi. Spurt um afstöðu stjórnar foreldrafélagsins. Hörður svarar og segir foreldrafélagið búið að koma sínu til skila með því að hafa sett fram könnunina. Beiti sér ekki sérstaklega fyrir þessu sem þrýstihópur. -Spurt hvort sumarlokunin sé samfelld vegna kostnaðar. Hvort hann aukist sé því breytt. Guðrún Lára svarar og segir það ekki eingöngu ástæðuna. Hún sé ekki tilbúin að breyta þessu nema að fá skipun um það frá sveitarstjórn. -Athugasemd um kaffitímann. Að bjóða einnig upp á vatn en ekki eingöngu mjólk. Guðrún Lára svarar og segir leikskólann beita sér fyrir að fylgja ráðleggingum Manneldisráðs í máltíðum og því sé eingöngu boðið upp á mjólk í kaffitímunum. Reyni að koma til móts við óskir foreldra en fylgi samt stefnu leikskólans í sambandi við matarvenjur. -Athugasemd um hvort ekki sé nóg að foreldrar biðji um að barn sitt fái að sleppa ákveðinni fæðutegund án þess að framvísa læknisvottorði. Vanti meiri sveigjanleika. -Formaður foreldrafélagsins hvetur foreldra til að koma með ábendingar til foreldrafélagsins sem þeim vanti stuðning með. -Fyrirspurn um ömmu og afadag. Guðrún Lára svarar og segir að auglýst hafi verið að staðgenglar hafi að sjálfsögðu verið velkomnir. Allir velkomnir þó ekki séu amma eða afi þar sem ekki öll börn eigi ömmur og afa sem eru á svæðinu. Einnig tekið fram að allir séu ávallt velkomnir til að fylgjast með starfi leikskólans. -Umræða um nýja læsingu á hlið leikskólans. Guðrún Lára svarar og segir hafa hug á að breyta staðsetningu þess. Athuga með nýja festingu hjá áhaldahúsi. -Athugasemd með bætta lýsingu á útisvæði leikskólans. - Formaður þakkar fyrir fundinn og þakkar fráfarandi stjórnarmönnum sitt starf. Fundi slitið kl. 21:45. 15. janúar 2009 Fundur settur kl. 22:00. Mættir eru: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari -Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi -Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi
Fundi slitið kl. 23:20 18. júní 2008 Fundur settur kl. 17:30. Mættir eru: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari -Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi -Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi
Fundi slitið kl.18:30. Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigurður Björn Gunnlaugsson. 13. maí 2008 Fundur settur. Mættir eru: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari -Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi -Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi -Guðrún Lára Magnúsdóttir, leikskólastjóri
-Það er að uppsagnarfrestur þurfi að miðast við mánaðarmót sem er sveitarfélagsins að ákveða. Finnst vanta meiri sveigjanleika ef að barn þarf t.d. að hætta um miðjan mánuð. -Einnig að athuga orðalag, finnst það of harkalegt. -Hægt er að nálgast stundaskrá og dagsskipulag. -Veikindi, komið inn á með óþol og ofnæmi. -Foreldrafélagsgjaldið
Fundi slitið kl. 19:10. Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigurður Björn Gunnlaugsson, Guðrún Lára Magnúsdóttir. 14. apríl 2008 Fundur settur. Mættir eru: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari -Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi -Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi
- skipulagning sumarhátíðar - bjóða Guðrúnu Láru að koma og ákveða gjöfina frá foreldrafélaginu. Fundi slitið. Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigurður Björn Gunnlaugsson. 11. mars 2008 Fundur settur. Mættir eru: -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari -Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi -Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi
Fundi slitið. 26. febrúar 2008 Ný stjórn kemur saman. Allir mættir. -Hörður Gylfason, formaður -Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri -Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari -Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi -Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi
Fundi slitið. 4. febrúar 2008. Fráfarandi stjórn kom saman. Mætt eru Sigurður Björn, Sigurður Grétar, Ragnheiður og Irina. Elsche komst ekki.
Sigurður G. Sigurðsson AÐALFUNDUR FORELDRAFÉLAGS LEIKSKÓLANS ÁSGARÐS 31. JANÚAR 2008 1.Formaður setur fund kl. 20.12. 2.Skýrsla stjórnar. Stiklað á stóru úr fundargerðum. Sigurður Björn. 3.Reikningar. Elsche fór yfir reikningana. Varpar fram hugmynd um að láta bankann innheimta. Láta bankann innheimta. Umræður um skýrslu og reikninga. Athugasemd við t.d. hvað börn fá að gjöf. Taka þetta til skoðunar m.t.t. ofnæmis ofl. 4.Sigurður Grétar fór yfir lög. Nokkrar umræður. Samþykkt með þorra atkvæða. 5.Kosningar. Ragga og Sigurður Björn halda áfram. Katrín Guðmannsdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir og Hörður Gylfason gáfu kost á sér. Samþykkt samhljóða.Varamenn: Tryggvi Rúnar, Sigurður Grétar og Irina. 6.Önnur mál. Sumarlokun. Miklar umræður. Skiptar skoðanir. Ákveðið að kanna hug foreldra til styttri lokunar til þess að foreldrar hafi meira val um þann samfellda tíma (4 vikur) sem börnin eru í fríi. Guðrún Lára kom á fundinn. Þakkaði gott samstarf við foreldrafélagið. Gagnrýndi hringl með fundarboð sitt. Færði rök fyrir 4 vikna sumarlokun. Rætt um snjóbræðslu, lýsingu á plani, fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir. Guðrún Lára sagði frá þróunarverkefni sem er í gangi innan leikskólans meðal starfsmanna í samstarfi við Guðjón Ólafsson. Fundi slitið kl. 22.22. Fundarritari: Sigurður Grétar Sigurðsson --------------------------------------------------------------------------------------- ÚTSENT BRÉF 11. jan. 2008 Byggðaráð Húnaþings vestra Með vísan í bréf dags. 18.12.08 sendir stjórn foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um leikskóla: A) Stjórn foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs leggur til að í markmiðsgrein (2. gr.) laganna verðið stuðst við orðalag frumvarps til grunnskólalaga en orðalaginu "kristilegt siðgæði" skeytt við. Greinin gæti t.a.m. verið orðuð svona: "Starfshættir leikskóla skulu mótast af kristilegu siðgæði s.s umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi". Greinargerð: Þeir þættir sem taldir eru upp falla allir undir kristilegt siðgæði. Orðalagið kristilegt siðgæði hefur hins vegar meiri kjölfestu sem viðmið, stendur á rótfastari grunni og gefur tóninn fyrir nánari útskýringu á þeim hugtökum sem á eftir fara. Manngildi getur t.a.m. verið afar breytilegt eftir samfélögum og trúararfur hefur þar mikið að segja. Orðalagið kristilegt siðgæði gerir ekki kröfu um trúarjátningu eða trúarafstöðu en útskýrir augljóslega rætur gildismatsins. B) 11. grein fjallar um stofnun foreldraráðs. Stjórn foreldrafélagsins sér ekkert þessu til fyrirstöðu þó foreldrafélag hafi hingað til haft ýmis þau mál á sinni könnu sem færu undir foreldraráð. Þó er vert að spyrja hvers vegna sett er á stofn foreldraráð í leikskólanum en skv. frumvarpi til grunnskólalaga á að leggja foreldraráð grunnskóla niður og setja á stofn skólaráð sem er talsvert öðruvísi samsett en foreldraráð. E.t.v. gæti verið heppilegt að hafa sambærilegt ráð í leikskólanum. Stjórnin mælir með því að höfundar frumvarps velti þessu atriði fyrir sér. Fyrir hönd stjórnar foreldrafélags leikskólans Ásgarðs, ___________________________________ Sigurður Björn Gunnlaugsson, formaður ------------------------------------------------------------------------------ 8.janúar 2008. Stjórnarfundur. Mætt eru Sigurður Björn, Ragnheiður, Elsche, Irina og Sigurður Grétar. 1.Rætt um frumvarp til laga um leikskóla. Ákveðið að setja nokkrar athugasemdir á blað um 2. grein og 11. grein. SGS gerir það og sendir á e-mail til yfirlestrar. 2.Aðalfundur ákveðinn 24. janúar kl. 20.00. SGS undirbýr auglýsingu. Leikskólastjóri boðaður á aðalfundinn kl. 21.00. Auglýsa fundinn til kl. 21.30. 3.Rætt um athugasemdir frá foreldrum um útbúnað barna í útiveru og atferli sem skemmir föt að óþörfu. Ákveðið að upplýsa leikskólastjóra um málið. Fundi slitið kl. 18.54 10. des. 2007. Stjórnarfundur í safnaðarheimili kl. 17.00. 1.Jólagjöfum pakkað inn. Linda, Inga Hrund og Anna María aðstoðuðu. 2.Í ljós kom að 6 hreindýr vantaði uppá en formaðurinn gekk í málið og verða þau send með pósti á morgunn. 3.Jólasveinar á jólaballi. SGS og SB útvega. 4.ákveðið að færa leikskólanum gjafabréf að upphæð kr. 25.000 uppí hljómflutningstæki. Fundi slitið kl. 18.40. Mætt voru SB, SGS, Ragga, Irina og Elsche. 14. nóv. Stjórnarfundur í safnaðarheimili. 1.Formaður bauð velkomin. Mætt eru Sigurður Björn, Irina, Ragnheiður, Elsche og Sig. Grétar. Gestur er Guðrún Lára. 2.Farið yfir drög að foreldrahandbók. Almenn ánægja með plaggið. Nokkrar umræður um matarmál, veikindi ofl. 3.Guðrún Lára kynnti plagg "samskipti Grunnskóla Húnaþings vestra og Leikskólans Ásgarðs. Einnig kynnti hún ljósmyndaverkefni sem listamaður vinnur að. Kynnt blað um málörvun barna sem til stendur að senda út. 4.Rætt um komandi aðalfund. Guðrún Lára mun koma undir liðnum Önnur mál. 5.Reikningar skoðaðir. Aðalfundur undirbúinn. Ragga og Elsche undirbúa veitingar. Fundi slitið kl. 19.01. Stjórnarfundur 6. nóv. 2007 í safnaðarheimili. Mætt eru Sigurður Björn, Elsche, Ragnheiður og Sigurður Grétar. 1.Formaður setti fund og sagði frá tveimur fræðsluráðsfundum síðan við funduðum síðast. Þar voru almenn atriði s.s. tölur um barnafjölda, starfsmannamál, sl. viku var farið yfir fjárhagsáætlun auk þess sem Guðrún lára kynnti drög að skipulagi lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að bæta þurfi við 50% v. fjölda í árgangi 2006. Það þarf til sumars 2008 eða þar til 2002 árgangur fer út. Gert er ráð fyrir áframhaldandi danskennslu. Guðrún Lára talaði um þörf á húsvörslu með einhverjum hætti einkum í ljósi aukins húsnæðis. Ýmislegt smáviðhald virðist of oft sitja á hakanum að hennar mati. 2.Ákveðið að hafa aðalfund 22. nóv. kl. 19.30. Næsti stjórnarfundur 13. nóv. kl. 17 í safnaðarheimili. Guðrún Lára boðuð. Fundi slitið kl. 18.23. 27. júní 2007 Stjórnarfundur að Hvammstangabraut 30 kl. 20.10. 1. Formaður bauð alla velkomna og sýndi viðstöddum drög að skóladagatali leikskólans Ásgarðs fyrir skólaárið 2007-8. Öllum líst vel á það og hugmyndin er góð. 2. Sumarhátíð rædd. Guðrún Lára talaði við formann og nefndi þá hugmynd að fá trúð til að skemmta á sumarhátíðinni ekki vera kost. Ákveðið að gefa leikskólanum gítar og S.G. ætlar að ráðfæra sig við aðra hugsanlega notendur og kaupa gítar. Matarmálin rædd, ákveðið að hafa líka ávexti í boði, innkaupalisti gerður. Finna þarf fólk til að aðstoða. Ákveðið að nefna andlitsmálun við G.L.M. Fundi slitið kl. 21:25 Ragnheiður Sveinsdóttir Elsche O. Apel Sigurður Björn Gunnlaugsson 19. febrúar 2007. Stjórnarfundur í safnaðarheimili. 1.Formaður bauð velkomin. Gestur fundar undir 1. lið er leikskólastjóri Guðrún Lára. Dansskóli J.P.K. (Jóns Péturs og Köru) verður m. danskennslu í leikskólanum foreldrum að kostnaðarulausu. Sveitasjóður greiðir þetta. Námsskrárvinna hafin. Við fáum sent eitthvað til skoðunar sem lýtur að foreldrum. Í kjölfar þeirrar vinnu verður gefin út foreldrahandbók. Rætt um hið margumrædda korter fyrir og eftir. Sammála um að vera ósammála. Þetta eru tvö mál, ólík, annars vegar aukin gjaldtaka, hins vegar að vinna á þeim sem trassa rétta tíma. Brunastigi kominn á staðinn. Verður settur upp á suðurhlið. 2.Fréttabréf klárað. SGS prentar og fjölfaldar. Fundi slitið kl. 18.57. Sigurður G. Sigurðsson. Aðrir mættir: Sigurður Björn, Ragnheiður og Irina. Guðrún Lára fór eftir 1. lið. -------------------------------------------------------------------------------------- ÚTSENT BRÉF Hvammstanga 8. feb. 2007 Fræðsluráð Húnaþings vestra Bt. Jón Óskar Pétursson, formaður Efni: Hugmyndir leikskólastjóra um gjaldtöku fyrir 15 mín. hvoru megin vistunartíma. Ágæta fræðsluráð! Stjórn foreldrafélags leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga vill koma eftirfarandi sjónarmiði á framfæri. Í ljósi þess að á fræðsluráðsfundi 31. jan. sl. var enn haldið á lofti hugmyndum um að rukka sérstaklega fyrir þær 15 mínútur sem foreldrar hafa haft til að koma með og sækja börn sín fyrir og eftir vistunartíma ítrekar stjórnin mótmæli sín við þeim hugmyndum. Í málflutningi leikskólastjóra er hugmyndin einkum studd þeim rökum að nokkuð beri á því að foreldrar nýti þennan tíma í botn án þess að þurfa og fari jafnvel fram yfir þann tíma. Það hafi svo aftur í för með sér þau óþægindi fyrir starfsmenn að þeir ýmist verða of fáir með of mörg börn eða komast seinna úr vinnu en gert er ráð fyrir. Stjórnin skilur vandann og harmar að foreldrar skuli ekki í öllum tilvikum virða tímamörkin. Hins vegar telur stjórnin að þessi gjaldtaka muni á engan hátt leysa þetta vandamál. Gjaldtakan mun frekar auka á vandann, að mati stjórnar, ef foreldrar líta á það sem sjálfsagðan rétt sinn að nýta þessar mínútur í botn. Stjórnin gerir ráð fyrir því að rætt hafi verið persónulega við þá foreldra sem einkum eiga í hlut. Stjórnin telur heppilegra að fara þá leið að skerpa vel á því til hvers þessar 15 mínútur eru hugsaðar t.d. að börnin þurfi að vera komin út úr húsi og í umsjá foreldra eigi síðar en 15 mínútur yfir ellegar sé hætta á því að greiða þurfi sekt. Stjórnin hefur haft spurnir af því að slíkar sektargreiðslur hafi verið reyndar í ónefndum leikskóla með afar góðum árangri. Virðingarfyllst f.h. stjórnar foreldrafélagins, ________________________________ Sigurður Björn Gunnlaugsson, formaður Afrit sent leikskólastjóra og sveitarstjóra ------------------------------------------------------------------------------------- Stjórnarfundur 5. febrúar 2007 í safnaðarheimili. Mætt eru Sigurður Björn, Elsche, Ragnheiður, Irina og Sigurður Grétar. 1.Formaður bauð alla velkomna. 2.Sig Grétar sagði frá síðasta fræðsluráðsfundi og rakti þau mál. 3.S.B. vakti athygli á lækkun vsk. Á matvælum. Senda fyrirspurn um hugsanlega lækkun. 4.Brunavarnir. Enn er ekki kominn stigi á suðurenda. S.B. hitti slökkviliðsstjóra. Efri hæð skilgreind sem geymsla. Nefna það í bréfi. 5.S.B. ræddi við G.L. um hugsanlega inniveru barna ef heilsan er tæð án þess að vera veik. Ákveðið að ræða það á fundi með leikskólastjóra. 6.Rætt um foreldraviðtölin. Ánægja með að tengja þau afmæli þeirra. Ákveðið að óska eftir skriflegum umsögnum. Verður rætt á fundi með henni. 7.Rætt um gjafir til leikskólans. Vangaveltur um hvers eðlis gjafir skulu vera s.s. er eðlilegt að foreldrafélag sé að gefa hluti sem sjálfsagt er að leikskólinn eigi. Fundi slitið kl. 19.04. 22. jan. 2007 Stjórnarfundur í safnaðarheimili kl. 17.00. 1.Rætt um almennan foreldrafund. Ákveðið að bíða með almennan foreldrafund. 2.Fréttabréf. Ákveðið að útbúa fréttabréf. Hafa m.a. kynningu fyrir nýliða, fréttir af aðalfundi ofl. Formaður og ritari taka málið að sér. 3.Formaður sagði frá heimasíðu leikskólans. Foreldrafélagið fær pláss þar. 4.Irina vakti máls á reglum um inniveru barna. Börn mega ekki vera inni nema hafa verið veik á undan. Stjórnin telur að endurskoða þurfi þessa reglu því stundum sé æskilegra að barn sé einni ef heilsa er tæp án þess að barn sé veikt. S.B. talar við Guðrúnu Láru um málið. 5.Öskudagur. Irina reddar góðgæti. Ath. harðfisk og blöðrur. Fundi slitið kl. 18.08. Mætt voru Sigurður Björn, Sigurður Grétar, Ragnheiður og Irina. 7. des. 2006, stjórnarfundur í safnaðarheimili kl. 20.00. Mætt eru S.B., S.G.S, R.S., I.K. 1. Jólagjöfum pakkað inn. 2. Formaður flutti slæmar fréttir. Skv. hans upplýsingum verður gjaldskráin og fæðisgjaldið hækkað. Þó voru einnig jákvæðar fréttir. Leikskólinn fékk heimild til að kaupa einingakubba. 3. Sumarlokun. SGS kynnti sér hóflega sumarlokanir í Reykjavík. Almennt er eingöngu lokað í tvær vikur þar. Starfsfólk þar er þó almennt óánægt með það fyrirkomulag og telur mikið rót fyrir börn jafnt sem starfsfólk auk þess sem kostnaður sé býsna hár. Stjórnin ákveður að leggja lausn þessa máls í hendur starfsfólks leikskólans en væntir þó að heildarlokun verði hámark 4 vikur. Ýmsir foreldratengdir viðburðir. Stjórnin mælir með því að viðburðir þar sem nærveru foreldra er óskað verði hafðir við upphaf dags eða lok dags, sérstaklega lok dags til að foreldrar eigi auðveldara með að komast úr vinnu. Aðkoma foreldra að standsetningu lóðar ofl. Stjórnin tekur vel í þessa hugmynd en telur eðlilegt að stjórnun og skipulagning sé í höndum leikskólans og haft í huga að um ánægjulegt samfélag barna og foreldra sé að ræða. Stjórnin tekur vel í að koma að námskrárvinnu og er tilbúin til að skipa fulltrúa sinn í vinnuhóp. Stjórnin telur ekki eðlilegt að fulltrúi starfsmanna sitji stjórnarfundi en telur að heppilegt sé að fulltrúi foreldra sitji starfsmannafundi þar sem málefni er vænta aðkomu foreldrafélags eru til umræðu. (Minnisblað um þessi atriði má sjá neðar á heimasíðunni dags. 11. des. 2006, innsk. SGS) 4. Fram kom að ekki hafa verið foreldraviðtöl í haust. S.B. mun athuga málið. 5. Stefnt að því að senda út fréttabréf eftir áramót en hafa almennan foreldrafund á undan. Fundi slitið kl. 21.57, Sigurður G. Sigurðsson Stjórnarfundur 20. nóv. 2006 í safnaðarheimili 1.Formaður setur fund og býður leikskólastjóra Guðrúnu Láru velkomna. 2.Guðrún tók til orða. Sagðist hafa kannað foreldrafélög annarsstaðar. Henni finnst geta verið meiri tenging. Athugun á námsskrá skólans fer fram og vill hún virkja foreldrafélagið í þeirri vinnu. Guðrún hefur áhuga á að virkja foreldra s.s. í standsetningu lóðar, byggja kofa í stað þess að kaupa. Verið er að óska eftir því að lóðin verði teiknuð svo hægt sé að klára hana. Arkitekt viðbyggingar lætur standa á teikningum en þrýst er á hann að skila. Aðkoma foreldra gæti t.d. verið síðdegis 1-2 tíma eða á laugardegi. Rætt um aðkomu Gula garða að litlu jólunum. Heildarfjöldi barna á öllum deildum er um 65. Rætt um sumarlokun. Guðrúnu hugnast ekki breyting á því en reiknar með 4 vikna lokun. Athuga að skoða kosti og galla sveigjanlegrar lokunar og kanna hug foreldra. Samhliða þessu mætti athuga gæsluvöll á lokunartíma leikskólans. Guðrún hefur áhuga á að leikskólinn eignist eigulegri og vandaðri leikföng. Guðrún yfirgaf fundinn kl. 18.30. 3.S.B. las bréf frá Sveitastjórn þar sem tilkynnt var að erindi okkar verði haft til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar. S.B. athugar barnasmiðjuna v. jólagjafar. Ragga athugar einnig. Fundi slitið kl. 19.03. Sigurður G. Sigurðsson -------------------------------------------------------------------------------------- ÚTSENT BRÉF Hvammstanga 7. nóv. 2006 Sveitarstjórn Húnaþings vestra (Afrit sent leikskólastjóra og form. fræðsluráðs) Klapparstíg 2 530 Hvammstanga Efni: Fjármál Með vísan í fundargerð fræðsluráðsfundar 1. nóv. sl. og umræðna þar, sem þó voru ekki bókaðar, vill stjórn foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs koma eftirfarandi skoðun sinni á framfæri. 1.Fyrirhuguð gjaldskrárhækkun um 5 %. Stjórnin mótmælir fyrirhugaðri gjaldskrárhækkun og minnir á áform sveitarstjórnar um lækkun leikskólagjalda 5 ára barna í áföngum. Við teljum það skjóta skökku við að strax að loknum kosningum skuli gjaldskrá hækkuð og álítum að lækkun gjalda á 5 ára börnin sé vegin upp með auknum álögum á hin börnin. 2.Fyrirhuguð hækkun fæðisgjalds um 10%. Stjórnin telur þetta býsna mikla hækkun. Þó fagnar stjórnin þeirri áherslu sem leikskólastjóri hefur kynnt um endurskoðun matseðils m.t.t. eflingar hollustu. Mælir stjórnin með því að í leikskóla verði höfð sömu viðmið og í grunnskóla, þ.e. að fæðisgjald standi undir raunkostnaði við hráefni. 3.Hugmyndir leikskólastjóra um gjaldtöku fyrir 15 mín. fyrir vistunartíma og 15 mín. eftir vistunartíma. Ekkert var bókað um þennan lið í fundargerð fræðsluráðs en undirritaður sat fundinn og tók þátt í þeim umræðum og mótmælti þessum hugmyndum. Stjórnin mótmælir harðlega öllum hugmyndum um gjaldtöku fyrir þessar mínútur í hvorum enda vistunartíma sem er. Þessi þjónusta hefur verið vel metin og er nauðsynleg til að jafna sveiflur. Eftirfarandi rök eru þau helstu gegn þessari gjaldtöku. a)Sumir foreldrar eiga börn á báðum stöðum, þ.e. Garðavegi og Kirkjuvegi. b)Sumir foreldrar eiga börn á báðum deildum á Garðavegi. c)Margir foreldrar vinna 8 tíma á dag og þurfa að mæta á slaginu og hætta á slaginu. d)15 mínúturnar létta líka álagið á búningsklefana þegar foreldrar koma ekki allir á nákvæmlega sama tíma. e)Ljóst er að mjög erfitt er að draga eðlileg mörk varðandi þetta öðru vísi en að knýja foreldra til að greiða fyrir þennan tíma hvort sem hann er nýttur eða ekki. f)Þessar hugmyndir eru hrein hækkun leikskólagjalda til viðbótar við gjaldskrárhækkun. Stjórnin vill ennfremur taka fram að eðlilegt er að dvalagjöld á leikskólanum hér séu með því lægsta sem þekkist í ljósi þess að sveitarfélagið greiðir nær öllum starfsmönnum leiðbeinendataxta þar sem einungis einn starfsmaður er fagmenntaður. Í því ljósi er launakostnaður leikskólans afar lágur miðað við það sem eðlilegt ætti að vera ef fleira fagfólk væri við störf. Virðingarfyllst, _________________________________ Sigurður Björn Gunnlaugsson, formaður ---------------------------------------------------------------------------------------- Stjórnarfundur 7. nóv. 2006 í safnaðarheimili 1.Formaður fór yfir umræður síðasta fræðsluráðsfundar og vakti sérstaka athygli á að leikskólastjóri hafi hugsað sér að rukka fyrir þau tvö korter sem nýtt eru fyrir og eftir vistunartíma. Einnig stendur til að hækka dvalargjöld um 5% og fæðisgjald um 10%. Ákveðið að skrifa bréf til sveitastjórnar. 2.Formaður sagði frá áhgua leikskólastjóra til að hitta stjórnina. Stefnt að fundi mán. Eða þri. 20. eða 21. nóv. 3.Litlu jólin. Ákveðið að athuga tilboð hjá Barnasmiðjunni. Formaður athugar málið. Formaður mun koma boðum til leikskólans í Víðihlíð að við gerum ekki ráð fyrir að sinna hlutverki foreldrafélags þar. 4.Ögn rætt um að foreldrum var boðið í morgunmat. Mæltist vel fyrir en erfitt fyrir foreldra með börn á tveimur eða þremur stöðum. 5.SGS kynnti auglýsingu um íþr´ttapoka. Ákveðið að vísa því aftur til leikskólastjóra. Fundi slitið. Sigurður G. Sigurðsson Aðalfundur foreldrafélags leikskólans Ásgarðs 19. september 2006. Dagskrá: 1.Formaður setur fund 2.Skýrsla stjórnar 3.Reikningar 4.Umræður um skýrslu og reikninga 5.Lagamál 6.Kosningar 7.Önnur mál 1.Formaður setti fund og bauð sig fram sem fundarstjóra og var það samþykkt. 2.Formaður flutti skýrslu stjórnar. 3.Elsche kynnti ársreikning. 4.Formaður gaf orðið laust um skýrslu og reikninga. Guðrún Lára lýsti ánægju sinni með aðkomu félagsins að starfi leikskólans. 5.Aðalfundur samþykkir að fela nýrri stjórn að endurskoða lögin fyrir næsta aðalfund. 6.Kosningar. Ellen Mörk gefur ekki kost á sér aftur. Ragnheiður Sveinsdóttir gaf kost á sér og var það samþykkt með lófataki. 7.Önnur mál. Sigurður Björn beindi spurningu til Skúla (sveitastjóra) um stöðu viðbyggingarinnar. Skúli svaraði þannig að allt hafi tekið lengri tíma. Arkitekt hefur dregið að afgreiða sinn þátt en stakk upp á því að grunnur yrði tekinn með samningi án útboðs. Vonir standa til að hægt sé að fara í grunn og plötu fyrir frost. Skúli lét nýjustu teikningar ganga. Ragnheiður spurði um vagnageymslu. Guðrún Lára sagði að ekki yrði vagnageymsla í viðbyggingu heldur væri gert ráð fyrir vagnageymslu í áhaldaskúr með upphitun. Elín Líndal tjóði sig einnig um viðbygginguna og minnti á hversu stutt er síðan alvöru umræða hófst. Oddný Helga spurði um bílastæði. Skúli svaraði að ekki væri búið að ákveða með þau en norðan við húsið væri líklegast. SB. Kynnti sumarlokunina. Sigrún Dögg sá fyrir sér tvær vikur lokaðar. Margir töluðu um það að lokunin væri of löng og ástæða væri til að endurskoða málin. Skúli og Elín tóku vel ðí hugmyndina og lýstu ánægju sinni með það hversu snemma hugmyndin kemur fram. Elín velti upp hvort eitthvað ætti að gera úr skóflustungunni. Fólki leist vel á það. Elsche spurði um hvort enn væri í gildi að starfsfólk þyrfti að segja upp v. lengra sumarleyfis. Það er enn í gildi. Hún spurði einnig um pylsur á sumarhátíð. Talið ´´ohætt að endurskoða matseðilinn. Skúli upplýsti að búið væri að panta stiga á suðurgaflinn. Sigurður Björn þakkaði Ellen Mörk fyrir samstarf og sleit fundi kl. 22:14. Sigurður G. Sigurðsson fundarritari |