Fundargerðir foreldrafélagsins

Fundagerðir

Foreldrafélagsfundur 22. maí kl 10

Hann sitja Rannvá Björk, Ragnheiður Rún, Elísabet Eir, Kristinn Arnar og Guðný Kristín

* Fyrirkomulag sumarhátíðar og uppbrotsdags rædd. Ákveðið var að hittast aftur 5. júní og setja upp dagskrá.

Fundi lauk 10:30

Foreldrafélagsfundur 5. júní kl 10

Hann sitja Rannvá Björk, Ragnheiður Rún, Elísabet Eir, Kristin Arnar og Guðný Kristín

* Dagskrá á sumarhátíð rædd, það verða leikstöðvar bak við hús, hoppukastali, andlitsmálun, söngur og grill.

Athuga þarf með styrk frá kaupfélaginu fyrir pylsu kaupum, einnig á eftir að finna einhvern til að sjá um andlitsmálun og athuga hvort að hægt sé að útbúa sápurennibraut í brekkunni bak við leikskóla.

* Ákveðið var að hafa uppbrotsdag miðvikudaginn 14. júní kl. 16:00. Haldið verður pálínuboð upp í hvammi og farið í leiki. Foreldrafélagið mun útvega drykki, foreldrar hvattir til að koma með léttar veitingar

Fundi lauk 10:40

Aðalfundur Foreldrafélags 30. Mars

Fundur settur kl 16:21 og hann sitja Karen Ásta, Elísabet Eir, Ragnheiður Rún, Rannvá Björk, Kristinn Arnar og Ármann Pétursson. Fundargerð ritar Karen Ásta.

Farið yfir skýrslu stjórnar

  • Farið yfir fundi ársins. Fundargerðir má finna á heimasíðu leikskólans.
  • Viðburðir síðastliðins árs. Foreldrafélagið stóð fyrir sumarhátíð þann 22. júní þar sem Bolli og Bjalla voru með sýningu, elstu árgangar sungu, boðið var upp á pylsur og svala og börnin fengu úti krítar í sumargjöf. Foreldrafélagið sendi krökkunum svo saltstangir fyrir halloween ball. Einnig útvegaði foreldrafélagið jólasvienum og gjöfum fyrir jólaball og sendu starfsfólki osta og nammi körfu fyrir jól. Á öskudaginn keypti foreldrafélagið sykurlaust nammi í tunnuna. Til stóð að hafa uppbrotsdag en því miður fannst ekki tími til þess. Til stendur að bæta úr því og hugmyndir ræddar fyrir uppbrotsdaga t.d. fara í sauðburð eða hafa grill uppi í Hvammi.

Fjáraflanir ræddar. Til þess að hafa efni á eins metnaðarfullum sumarhátíðum og hefur verið undanfarin ár þarf félagið að ráðast í frekari fjáraflanir.

  • Hugmyndir um viðburði og sölu á listaverkum eftir krakkana.
  • Upp kom hugmynd um að hafa uppbrotsdag sem fjáröflunardag (selja pylsur eða hafa styrktarbauk)

Ársreikningur samþykktur

Breyting verður á stjórn foreldrafélagsins þar sem Rannvá Björk tekur við af Karen Ástu sem ritari og Ármann kemur inn sem varamaður. Elísabet formaður og Ragnheiður gjaldkeri sitja áfram.

Önnur mál rædd s.s. fræðsluráðsfundur. Kiddi ræðir áform um að hafa markvissari áherslu á mikilvæg málefni eins og jákvæðan aga, félagsfærni, sjálfsaga o.fl.

Fundi slitið 16:55

Örfundur foreldraráðs/félags

12. janúar 2023

Fundur hófst kl 09:00

Mætt:

Kristinn Arnar – Leikskólastjóri

Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir – Gjaldkeri foreldrafélags

Efni:

  • -Kynning á drögum á leikskóladagatali árið 2023-2024
  • -Engar athugasemdir voru lagðar fram varðandi leikskóladagatal 2023-2024

Fundi lauk kl 09:30


Aðalfundur foreldrafélagsins

20.06.2022

Fundur settur klukkan 16:15 og hann sitja Elísabet Eir, Ragnheiður Rún, Sóley Elsa, Kristinn Arnar og Jón Kristján.

Rætt var um sumarhátíðina árið 2021. Hún gekk vel fyrir sig. Fyrirtæki og foreldrar styrktu félagið til þess að fá Lalla töframann í heimsókn sem kom með skemmtilega sýningu fyrir börnin.

Foreldrafélagið talaði við jólasvein sem kom á jólaballið og gaf börnunum gjöf. Einnig skaffaði foreldrafélagið nammi í tunnuna á öskudeginum.

Foreldrafélagið setti í lög á síðasta aðalfundi að félagið myndi standa fyrir uppbrotsdegi á hverju ári en því miður fórst hann fyrir á þessu ári en mun foreldrafélagið gera betur á því næsta.

Foreldrafélagið hefur á hverju ári gefið leikskólanum gjöf en ákveðið var núna að taka frá þann pening sem hefur verið notaður í það og gefa enn veglegri gjöf á næsta ári.

Ársreikningurinn var lagður fram og hann samþykktur.

Fundi slitið klukkan 17:00


Fundur foreldraráðs/félags 31. maí 2022 í leikskólanum Ásgarði

Fundur settur kl. 09:00. Hann sitja Kristinn, Elísabet Eir og Ragnheiður Rún.

Rætt um sumarhátíðina. Ákveðið að hún skuli hefjast kl. 14:00 með söngatriði. Bolli og Bjalla koma í heimsókn og síðan verða pylsur og hoppukastali í boði fyrir börnin.

Foreldrafélag mun kaupa andlitsmálningu fyrir leikskólann. Kristinn mun athuga stöðuna á því hve mikil málning er til í leikskólanum.

Rætt var um gjöf frá foreldrafélaginu og var ákveðið að leggja fyrir fjármagn til að eiga fyrri veglegri gjöf handa leikskólanum á næsta ári.

Aðalfundur foreldrafélagsins var ræddur og var ákveðið að halda hann 20. júní kl. 16:15

ítrekað var að það þarf að uppfæra lög foreldrafélagsins á heimasíðu leikskólans. Kristinn fer í málið!

Fundi slitið kl. 09:30

Fundur foreldraráðs/félags 30. september 2022 á Teams

Fundur settur kl 15. Hann sitja Guðný Kristín Guðnadóttir, Guðrún Lára Magnúsdóttir, Karen Ásta Guðmundsdóttir og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir. Fundargerð ritar Karen Ásta.

●Rætt er um skólapúls sem er framundan. Foreldrar hafa verið látnir vita og fengið upplýsingar í tölvupósti. Sömu grunnspurningar eru í skólapúlsinum en tækifæri er til að setja inn nýjar spurningar. Foreldrafélag tekur það til skoðunar.

●Mönnun á leikskólanum rædd. Tekist hefur að ráða í 1,4 stöðugildi fyrir víst. Tveir foreldrar hafa gefið kost á sér til starfa eftir að fregnir bárust af undirmönnun. Önnur þeirra hefur þegar hafið störf en hin byrjar í lok mánaðar. Fleiri umsóknir hafa borist frá vinnumálastofnun sem eru til skoðunar. Undirmönnun hefur verið í leikskólanum vegna veikinda og fæðingarorlofs starfsmanna en tekist hefur að halda leikskóla opnum meira en búist var við. Þetta er tímabundið ástand og það er ekki tilfinning leikskólans að foreldrar hafi liðið fyrir undirmönnun á leikskólanum. Lögð var niður ein staða í eldhúsi og eru ýmsar úfærslur til að brúa það bil í vinnslu.

Fyrirspurn barst frá foreldri um endurgreiðslu á vistunargjöldum vegna þess að foreldrar voru beðnir um að hafa börn heima ef þeir hefðu tök á því og leikskóli lokaði fyrr þann 21. janúar. Slík mál hafa farið fyrir stjórn íslenskra sveitarfélaga og foreldrar eiga rétt á endurgreiðslu ef leikskóli lokar. Það verður gert fyrir þá sem voru heima með börn sín þennan dag. Tilkynning var send til sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna ástandsins þennan dag en sveitarstjóri var ekki upplýstur um málið. Jákvæðar undirtektir hjá þeim foreldrum sem voru heima með börn sín þennan dag. Markmiðið er alltaf að hafa leikskólann opinn.

●Fræðsluráðsfundur ræddur. Farið verður yfir drög að skóladagatali 2022-2023. Áætlun um hvað á að koma fram. 3 af 5 starfsdögum eru þeir sömu og hjá grunnskólanum en leikskólinn hefur áhuga á að fara aftur með starfsfólk á námskeið erlendis á hinum 2 dögunum.

●Konumorgunverður í næsta mánuði. Séð til hvort það verði hægt vegna samkomutakmarkanna.

●Sumarhátíð verður 22. júní. Vorhátíð og sumarhátíð er orðið einn og sami dagurinn. Foreldrafélagið fer að huga að afþreyingu á hátíðina.

●Nýjungar í starfi. Samverustund hefur verið kl 11-11:30 á hverjum degi: málörvun, leikur, söngur. Breyting hefur orðið á þessu, þær eru nú einungis í umsjón kennara, eru teknar fyrir hádegi og dreifast yfir vikuna eftir árgöngum. Á yngra stigi sjá starfsmenn sjálfir um samverustundir. Samverustund á föstudögum helst óbreytt þar sem allir eru saman. Þróun hefur oriðið á flæðistöflu og er hún orðin meira myndræn.

●Öskudagur 2. mars. Kötturinn sleginn úr tunnunni á öskudag. Foreldrafélag sér um að kaupa góðgæti í tunnuna. Í fyrra var keypt sykurlaust hlaup sem var vinsælt og stefnt að því að kaupa eitthvað svipað í ár.

Fundi slitið kl 15:30

Fundur foreldraráðs/félags 30. september 2021 í leikskólanum Ásgarði
Fundur settur kl. 10. Hann sitja Elísabet Eir, Karen Ásta, Guðný Kristín, Guðrún Lára og Ragnheiður Rún.
- Leikskólastjórnendur fara yfir þau verkefni sem starfsdagar eru nýttir í. Innleiða jákvæðan aga, innra mat, fara yfir námsskrá
- Búið er að dagsetja þrjá daga fyrir vinnufundi þar sem farið er yfir námsskrá. Það er í höndum starfsfólks skólans en foreldraráð þarf að koma að þessu á ákveðnum tímapunkti. Námsskrá var seinast uppfærð árið 2020 þar sem einungis var uppfærsla á staðreyndum. Kallað verður inn í vinnuhópa svo raddir allra fái að heyrast þar sem farið verður yfir námsskrá og farið í uppfærslu á hverjum þætti fyrir sig. Þar verður meira horft í ferli heldur en staðreyndir. Foreldraráð fer nú í undirbúningsvinnu fyrir þetta ferli.
- Jól, öskudagur og sumarhátíð rædd. Foreldraráð hefur hafist handa við að finna jólagjöf handa börnunum.
- Umbótaáætlun rædd. Þetta eru mörg verkefni en hefur gengið vel. Rætt hvernig má kynna og upplýsa foreldra betur um flæði. Leikskólastjórnendur segjast finna mikla ánægju meðal starfsfólks og barna. Flæði er mjög vinsæl stefna í dag og verið að taka inn á mörgum leikskólum.
o Foreldrafundur var haldinn fimmtudaginn 9. september. Foreldrar 8 barna mættu. Labbað var um húsnæðið og skoðað sem vakti mikla ánægju foreldra. Farið var yfir hvað mætti gera til þess að bæta mætingu foreldra á fundi.
o Rætt var um uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Hugmynd kom upp af foreldrakvöldum.
- Auglýsingar leikskólans ræddar. Lausar stöður vegna fæðingarorlofs o.fl.
- Atvik rætt þar sem barn slasaðist á lóð leikskólans
o Úttekt á lóð var seinast gerð árið 2018 án athugasemda. Leikskóli kemur með ábendingar en það er í höndum framkvæmdasviðs að framkvæma. Sveitarfélagið er komið með málið á borð til sín.
o Málið hefur verið tilkynnt til tryggingarfélags sem hefur samband við foreldra.
o Allt starfsfólk hafði nýlega lokið við skyndihjálparnámskeið.
o Farið var yfir ferli og hvað hefði betur mátt fara. Bæklunarlæknir staðfestir að frásögn starfsfólks af atvikinu stemmi.
o Slysaskráningar hjá skólanum eru fáar miðað við fjölda barna. Leikskólastjórnendur greindu frá verklagi leikskólans í svipuðum málum.
Fundi slitið kl. 11.
Ritari fundargerðar: Karen Ásta

Foreldrafélagsfundur 16. Júní 2021 kl 10:45

Á fundinum eru Ragnheiður, Elísabet, Guðrún Lára og Karen Ásta. Karen Ásta ritar.

- Rætt er um sumarhátíð. Lalli töframaður verður með 30 mín töfrasýningu. Starfsfólk sér um andlitsmálningu. Dagskrá á sumarhátíð rædd, töfrasýning, andlitsmálning, söngur, grill og sumargjöf. Farið verður inn ef þarf vegna veðurs.
Elísabet sér um að útvega bílaleigubíl fyrir Lalla töframann. Bíll pantaður frá kl 10.
Búið er að panta pylsur og svala fyrir hátíðina. Athuga þarf með sósur og lauk. Skoða þarf uppgjör frá seinasta ári til þess að áætla veitingar fyrir hátíðina.
Leikskólinn á ekki tangir fyrir grillið, þarf að skoða það.
Fundi slitið kl 11:10


Aðalfundur foreldrafélagsins 2. Júní 2021 kl 16:15

Mættar á fundin voru Ragnheiður Rún, Elísabet Eir, Sóley Elsa og Guðrún Lára skólastjóri ásamt þremur mæðrum.

*breytingar gerðar á lögum félagsins

- uppbrotsdagur að vori.

*foreldraráð kosning – Elísabet Sif hættir og Karen Ásta kemur inn í staðin, aðrir verða áfram.

*skuld í foreldrafélaginu sem var þegar núverandi stjórn tók við hefur verið greidd upp.

-farið yfir ársreikning, hann samþykktur.

-foreldrafélagið er í góðum málum.

*önnur mál

-bæklingur um foreldrafélagið

-söfnun fyrir sumarhátið gekk mjög vel og mun hátíðin verða geggjuð J

-rætt um nýja starfsmenn og þá sem væru að hætta og væru að fara í nám

-mörg börn á leiksklólanum næsta haust og þarf auka starfsfólk

-þriðji grænfáninn á leiðinni sem er frábært.

fundi slitið, ritari fundagerðar Sóley Erla

Fundur foreldraráðs/félags 5. mars 2021 í leikskólanum Ásgarði
Fundur settur kl. 10. Hann sitja Elísabet Eir, Elísabet Sif, Guðný Kristín, Guðrún Lára og Ragnheiður Rún.
- Gæðagreinir kynntur af leikskólastjórnendum. Hversu góður er leikskólinn okkar? sem er beinagrind að innra mati.
- Ekki hefur tekist að hefja ferlið Jákvæður agi vegna covid, en stefnt er að því að taka það fyrir í haust.
- Breyting verður á vor/sumarhátíð, en það verður eingöngu haldin sumarhátíð þann 23. júní. Útskrift elsta árgangs verður lokið áður, eða í lok apríl.
- Farið yfir drög að skóladagatali leikskólans fyrir árið 2021-2022.
- Hugmynd lögð fram af GL og GK að foreldrafélag bæti við viðburði inn á sitt plan. Hugmyndin er sú að hafa uppbrotsdag árlega, þar sem börn og foreldrar hittast og geri sér glaðan dag. Foreldrafélag tekur þetta til skoðunar.
- Rennt yfir lög foreldrafélags til upprifjunar.
Fundi slitið kl. 11.
Ritari fundargerðar: Elísabet Sif

Fjarfundur foreldrafélags/ráðs 26. 11. 2020
Fundur settur kl. 10:00. Hann sitja Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, Elísabet Sif Gísladóttir, Guðný Kristín Guðnadóttir, Guðrún Lára Magnúsdóttir og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir. Fundargerð ritar Elísabet Sif.

• Rætt var fyrirkomulag á jólaballi og vonast er til að jólasveinar geti mætt og hitt börnin, m.t.t. takmarkana vegna covid.

• Leikskólastjórnendur fóru gróflega yfir ferli umbótaáætlunarinnar. En eftir að farið hafði verið yfir niðurstöður úr ytra mati, kom saman umbótateymi sem vann að umbótaáætlun og var hún síðan send til Menntamálastofnunar. Áætlunina má finna á heimasíðu leikskólans.

• Einnig greindu Guðrún Lára og Guðný frá niðurstöðum úr viðtölum sem tekin voru við starfsfólk leikskóla af utanaðkomandi, hlutlausum aðila. Í viðtölunum kom ýmislegt fram varðandi vinnuumhverfi og líðan starfsfólks.

• Ákveðið var að stjórnarmeðlimir foreldrafélags skiptist á að sitja umbótafundi með leikskólastjórnendum.

Ekki fleira tekið fyrir að sinni. Fundi slitið 10:50.

Fundur foreldrafélags/ráðs 5. Júní 2020 í Leikskólanum Ásgarði.
Mættar á fund: Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, Elísabet Sif Gísladóttir og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, ásamt Guðrúnu Láru leikskólastjóra. Fundur settur kl. 14:05
• Breytingar á sumarhátíðinni ræddar vegna áhrifa frá Covid-19. Útskrift elsta árgangs samtvinnast með hátíðinni og verður hún því með öðruvísi sniði en vanalega. Drög að dagskrá lögð fram.

• Ný stjórn foreldrafélagsins. Elísabet Eir formaður, Elísabet Sif ritari og Ragnheiður Rún gjaldkeri. Julia Sciba sem kosin var á aðalfundi í stjórn, flytur utan í júlí á þessu ári, og því var Ragnheiður fengin í hennar stað. Fjárhagur félagsins ræddur. Sendir verða út greiðsluseðlar til foreldra á næstu dögum.

• Leikskóladagatal 2020-2021 skoðað. Foreldraráð samþykkir breytingu sem Guðrún Lára leggur til, að færa haustþingið frá 9. október yfir á 18. september, til að hafa það sama dag og haustþing Grunnskólans.

• Guðrún Lára fer yfir opin svör úr foreldrakönnun 2020. Jákvæð og neikvæð gagnrýni á leikskólann, starfið innan hans og starfsfólkið. Farið verður í umbótaráætlun.

• Staða leikskólans almennt rædd. Hvernig má fá foreldra til að lesa fundargerðir sem þessa og annað á heimasíðu leikskólans? Tillaga um að setja slóð heimasíðunnar á facebooksíðu leikskólans. Ef þú ert að lesa þetta, hefur það virkað.

Fundi slitið kl. 15:25. Elísabet Sif ritaði fundargerð.

Fundargerð Foreldrafélagsins

24. apríl 2020

Fundur fer í gegnum tölvutækt form Zoom en fundinn sitja Guðrún Lára, Julia Sciba, Elísabet Sif og Elísabet Eir sem ritar fundargerð.

Fundur settur kl. 10 af Guðrúnu Láru

  • Tilgangur foreldrafélagsins og foreldraráðs kynntur fyrir nýjum nefndarmönnum.
  • Foreldrakönnun kynnt lauslega og mun hún koma inná heimasíðu skólans þegar hún hefur verið unnin.
  • Ytra mat menntamálastofnunar væntanlegt til okkar 5-6 maí næstkomandi. Hefur frestast vegna COVID-19.
  • Vorhátíð felld niður vegna COVID-19 og stefnt er að halda hana með sumarhátíðinni.
  • Sumarhátíð verður því með öðru sniði en vanalega ef þetta verður raunin. Undirbúningur settur af stað fyrir það.
  • Farið var yfir starfsmannamál með tilliti til þess að reynt sé að fá menntað fólk inn í leikskólann.

Fundi slitið kl: 11:00. Fundaritun Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir


Aðalfundur foreldrafélags Ásgarðs haldin í Ásgarði 03.03.2020 kl 8:15

Mættir til fundarins 3 úr stjórn, 8 foreldrar og skólastjóri.

  • Formaður setti fundinn.
  • Skólastjóri sagði frá reglum foreldrafélags og foreldraráðs.
  • Formaður gerði grein fyrir síðasta starfsári. Jólagjöfum, öskudegi og sumarhátíð.
  • Kynntir voru ársreikningar 2018 og 2019. Ársreikningar bornir upp og samþykktir.
  • Kosning í stjórn
  • Julia Firederike gefur kost á sér áfram og var það samþykkt. Elísabet Sif Gísladóttir og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir gefa kost á sér sem aðalmenn í stjórn og var það samþykkt. Gunnar Páll Helgason og Sóley Elsa Magnúsdóttir gáfu kost á sér sem varamenn í stjórn og var það samþykkt. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar mun stjórnin skipta með sér verkum.
  • Fráfarandi stjórn þakkað fyrir þeirra störf í þágu skólans, Greta og Jessica.
  • Ákveðið var að hækka árgjald félagsins í 3000 kr og var það samþykkt.
  • Boðið var uppá kaffi og kleinur.
  • Fundi slitið kl 9
  • Fundaritun Guðrún Lára Magnúsdóttir

Fundur Foreldraráðs 19. nóvember 2018 haldinn í Leikskólanum Ásgarði kl.9

Fundinn sitja skólastjórnendur og stjórn foreldrafélagsins: Guðrún Lára Magnúsdóttir, Þórunn Helga Þorvaldsdóttir, Jenný Þorkatla Magnúsdóttir, Jessica Faustini Aquino, Greta Clough og Julia Sciba.

1. Á fundinum var kosið eftirfarandi:

- Jenný Þorkatla Magnúsdóttir er formaður

- Julia Sciba er ritari

- Greta Clough er gjaldkeri

Foreldrar sem hafa áhuga á að sækja foreldrafundi eða vilja taka þátt í árlegum viðburðum eru ávallt velkomnir og eru allir foreldrar leikskólabarna í foreldrafélaginu.

2. Ársskýrsla Ásgarðs 2017 – 2018

- Gefur foreldrum yfirsýn yfir hvað leikskólinn er að gera á árinu. Ársskýrslan verður fáanleg á heimasíðu leikskóla og Facebook síðu fyrir foreldra.

3. Framundan

- Mála piparkökur, foreldrar boðnir velkomnir, 28. nóv. 2018 kl. 15:00-16:00

- Jólaball verður 5. des. 2018, kl. 10:00 fyrir nemendur og foreldrakaffi er sama dag kl. 14:15

i. Börnin dansa kringum jólatréð

ii. Jólasveinarnir koma með gjafir handa nemendum (Greta Clough mun spyrja foreldra hvort einhver er til í að vera jólasveinn)

iii. Jenný sér um jólagjafirnar og hringir í fyrirtækir til að fá tilboð

iv. Foreldrar eru velkomnir til að pakka gjöfunum, dagsetning og tími eru ekki enn ákveðin

v. Gjafirnar skulu vera persónulegar, hentugar fyrir 1 - 6 ára og ef mögulegt er ekki pakkað í plast

- Þau börn sem er reiknað með að verði í leikskólanum 28. og 29. des 2018, geta skráð sig á lista sem settur verður upp í fataklefum nemenda í desember.

- Starfsdagar 2. og 3. jan. 2019. Kennarar hafa setið námskeið og fyrirlestra og munu sitja til að vinna af sér þessa daga.

vi. Kvíði barna og unglinga var í nóvember 2018

vii. Skyndihjálp barna er í janúar 2019

viii. Samskipti á vinnustað með áherslu á hrós eftir áramót

4. Foreldrafélagið sendir fljótlega rukkun vegna árgjalds fyrir árið 2018 í heimabanka

5. Á næsta fundi viljum við ræða hvernig félagasamtök foreldra geti fengið meiri pening fyrir komandi leikskólaár

Hugmyndir voru til dæmis:

- Hafa leikskóla söluborð á jólamarkaðnum 2019 og selja hluti sem börnin hafa málað eða gert.

- Vera almennt til staðar á atburðum sem haldnir eru í Húnaþing vestra, svo sem á Eldinum.

- Halda flóamarkaði í leikskóla og selja vöfflur og kaffi.

6. Önnur mál:

- Íþróttaskóli, eins og var í fyrra á laugardögum. Er hægt að halda áfram, ef foreldrum finnst áhugi fyrir hendi og sjá um það. Það er líka hægt að taka aðeins nokkra daga.

- Guðrún Lára hefur boðið afnot af sal leikskóla til dæmis um helgar, ef ekkert annað er um að vera þar. Til dæmis, að gera eitthvað fyrir páskana.

- Skólastjóri boðar foreldraráð á sinn fund þegar drög eru komin að skóladagatali fyrir 2019-2020 til að fara yfir og koma með ábendingar ef þarf.

Ritari

Julia Sciba og Þórunn Helga


Fundur settur 17. september 2015 klukkan 13:00

Ákveðið að stofna reikning á kennitölu foreldrafélagsins til að foreldra geti lagt inn á til að styðja við Fiorellu sem er fósturbarn nemenda og starfsfólks skólans.

Dagsetning ákveðin á því hvenær greiðsluseðlar verða sendir út. Ákveðið að halda við sömu dagsetningu og seinustu ár, þar sem að gjalddaginn er 25.11.2015 og eindagi 2.12.2015. Einnig rætt um upphæð greiðsluseðla og hvort það þyrfti að koma til hækkunar. Einróma ákvörðun um að hækka ekki.

Fundi slitið klukkan 14:00
Gerður Rósa
Guðmundur
Gauja


19. mars 2015 Aðalfundur foreldrafélagsins kl 19:30

Aníta formaður setur fundinn og segir frá starfi foreldrafélagsins síðasta starfsár.

Ársreikningar fyrir 2013 og 2014. Reikningar samþykktir.

Kostningar Gerður Rósa Sigurðardóttir, formaður, Guðmundur Hólmar Jónsson, gjaldkeri og Guðríður Hlín Helgudóttir, ritari. Meðstjórnandi Elsche Oda Apel.

Skólastjóri þakkaði fráfarandi stjórn vel unnin störf og bauð nýja stjórn velkomna.


Fundur foreldrafélags leikskólans Ásgarðs

Haldinn þriðjudaginn 23.september 2014

Aníta formaður setur fundinn

Hulda ræðir um fjárhag félagsins. Engar skuldir og upphæð árgjalds ákveðin sú sama.

Greiðsluseðlar verða sendir út um miðjan október. Byrjað að skoða jólagjafir fyrir börn.

Fundi slitið klukkan 22:00

Guðríður Hlín

Aníta Ellertsd.

Hulda S Jóhannesd.

13. mars 2014

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans Ásgarðs

Haldinn fimmtudaginn 13. mars 2014 klukkan 20 í húsnæði Ásgarðs.

Aníta formaður setur fundinn og segir frá starfi foreldrafélagsins síðasta starfsár.

Ársreikningar fyrir 2012 og 2013 kynntir og geta foreldrar kynnt sér þá þar sem að þeir munu liggja frammi í fatahengi yngra stigs, Rauðagarðs. Eign félagsins er 97.500 krónur. Reikningar samþykktir.

Kosningar, Guðríður býður sig fram sem ritari og er það samþykkt. Teresa býður sig fram sem varamaður og það er samþykkt. Ingveldur býður sig fram sem annar varamaður og er það einnig samþykkt.

Guðrún Lára kynnir skólapúlsinn og sagði frá að verið sé að framkvæma mat á skólastarfinu meðal foreldra. Einnig sagði hún frá þeirri vinnu sem nú fer fram við gerð námskrár fyrir leikskólann Ásgarð.

Önnur mál, umræður

Fundi slitið klukkan 21.

Fundaritun Guðríður Hlín Helgudóttir

14. nóvember 2011

Fundur settur kl. 13:00 að Fífusundi 10. Ný stjórn fundin J. Fráfarandi stjórn afhendir gögn og kynnir nýrri stjórn verkefni félagsins. Ný stjórn foreldrafélagsins er:

Selma Klara Gunnarsdóttir-formaður,

Ingveldur Linda Gestsdóttir-ritari,

Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir-gjaldkeri.

Meðstjórnendur: Sesselja Aníta Ellertsdóttir og Bertha Kristín Óskarsdóttir.

Þær eru boðnar hjartanlega velkomnar!

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14:00

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir,

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ingveldur Linda Gestsdóttir,

Selma Klara Gunnarsdóttir.

21. september 2011

Aðalfundur Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs, haldinn miðvikudaginn 21.09 2011. Stjórnin mætt. Fundur settur kl. 18:00 af formanni sem býður gesti velkomna. Formaður fer yfir Sumarhátíðina sem tókst mjög vel. Styrktaraðilar voru KVH, Söluskálinn Harpa, Bakaríið Hvammstanga og Fæðingarorlofssjóður. Þakkar stjórnin þeim kærlega fyrir.

Gjaldkeri fer yfir ársreikninga og breytinguna sem varð á félagsgjöldunum á síðasta aðalfundi í febrúar. Inneign í félaginu 7. sept 2011 515 kr. Reikningar samþykktir.

Ákveðið að senda póst til foreldra um hvort þeir vilji nýta sér að fá félagsgjöldin eingöngu send í heimabankann og sleppa innheimtuseðlum. Ákveðið að hafa þau áfram 2500 kr. per. heimili.

Kosningar-á eftir að ná á fólk sem vill gefa kost á sér í félagið! Formaður , ritari og gjaldkeri mega fara út núna.

Önnur mál: Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri ræðir um forvarnir og umræðu í tengslum við njálgtilfelli sem komið hafa upp. Leggur áherslu á að það þurfi að huga að þessu hjá öllum og fylgjast vel með þar sem virðist vera erfitt að uppræta hann. Kynnir einnig þróun Flæðisins og verkefni því tengt sem heitir ,, Leikur er barna yndi ". Styrkurinn úr Sprotasjóði verður nýttur í þetta verkefni. Að lokum gafst fundargestum kostur á að labba um skólann með henni og skoða sig um.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19:20.

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir og

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

9. september 2011

Fundur settur kl. 15:10 í Ráðhúsi. Mættar Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

Rætt um Aðalfund Foreldrafélagsins og ákveðið að halda hann 21. september nk. kl. 18:00. Fundarboð verður sent í tölvupósti til foreldra og einnig auglýst upp á töflu í leikskólanum. Mælst til að félagsgjöldin verði áfram 2500 kr. en það verður rætt á Aðalfundinum. Einnig á að ræða hvort vilji sé fyrir að hætta að senda út greiðsluseðla og koma leikskólagjöldin þá eingöngu inn í heimabankann hjá foreldrunum. Það yrði sparnaður fyrir foreldrafélagið þar sem ekki þyrfti þá að kosta útprentun greiðsluseðlanna. Einnig myndi það samræmast Grænfánaverkefni leikskólans um að minnka pappírsnotkun.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 15:55.

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir og

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

8. júní 2011

Fundur á Hlöðunni settur kl 12:00. Mætt Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Valdimar Gunnlaugsson, Erla Björg Kristinsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

Rætt um fyrirkomulag og undirbúning fyrir Sumarhátíðina 23. júní nk. Ákveðið að leita til fyrirtækja hér á svæðinu um að gefa hráefni sem þarf fyrir Sumarhátíðina. Nefndin skiptir verkum að tala við forsvarsmenn fyrirtækja. Ákveðið að panta smá gjöf fyrir börnin, lítinn bolta í ár. Sumargjöf frá foreldrafélaginu 15.000 kr. sem verður ráðstafað í leikföng sem á að kaupa á leikskólanum.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:50.

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir,

Valdimar Gunnlaugsson,

Erla Björg Kristinsdóttir og

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

28. febrúar 2011

Aðalfundur Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs. Stjórnin mætt.

  • Formaður setti fund kl. 20:00, bauð alla velkomna og fór yfir þau atriði sem foreldrafélagið kom að á árinu. Öskudagur, Sumarhátíðin, ljósmyndatakan og jólaballið. Sumargjöfin frá foreldrafélaginu var 15.000 kr. og var nýtt í útileikföng fyrir börnin. Styrktaraðilar fyrir sumarhátíðina voru KVH, Bakaríið Hvammstanga, Söluskálinn Harpa og Fæðingarorlofssjóður. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel. Styrktaraðilum færðar kærar þakkir fyrir.
  • Gjaldkeri fór yfir reikninga síðasta árs. Inneign í félaginu er 30.369. Reikningar samþykktir.
  • Reglugerðarbreyting-sjá 4. gr í lögum Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs um að aðalfundur sé haldinn fyrir febrúarlok ár hvert-borið upp til atkvæða um að breyta tímasetningu aðalfundarins og halda hann héðan í frá í september ár hvert. Tillagan samþykkt. Einnig 6.gr laganna um að félagsgjöld séu innheimt í upphafi hvers árs. Tillaga stjórnar að tímabilið verði frá september-september ár hvert. Tillagan samþykkt.
  • Leikskólastjóri Guðrún Lára Magnúsdóttir fór yfir það helsta sem gert hefur verið á árinu. Allt starf skólans má kynna sér á heimasíðu leikskólans. Nýr linkur kominn þar inn með ársskýrslu skólans. Minnti á síðasta starfsdag skólaársins 1. apríl nk. Þá munu starfsmennirnir fara á Akureyri á sjálfsstyrkingarnámskeið o. fl. Líður að því að leikskólinn sækji um Grænfánann og unnið að því verkefni. Breyting á innra starfi skólans-Flæði innleitt. Gekk mjög vel og börnin virðast njóta þess vel. Starfsfólkið vinnur að því að afla sér frekari upplýsinga um það og vinna áfram að því. Áhersla á hollan mat og stöðugt unnið áfram í þeim efnum. Ræddi um prestatíma leikskólans og fór yfir að þegar barn byrjar á leikskólanum þá er farið yfir með foreldrum að það er val þeirra hvort barnið sé í prestatímum. Ef svo er ekki eru fundin önnur úrræði fyrir barnið. Kemur í rauninni í staðinn fyrir sunnudagaskólann sem var í kirkjunni áður. Leikskólastjóri endaði svo á að ganga með fundargestum um leikskólann og kynna flæðisstöðvarnar.

Fleira ekki gert-fundi slitið kl. 22:00.

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir,

Valdimar Gunnlaugsson og

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

27. janúar 2011

Fundur settur kl. 11:00. Mætt eru Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir,Valdimar Gunnlaugsson og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

  • Dagsetning ákveðin fyrir aðalfund Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs 28. febrúar nk. kl 20:00. Hrafnhildur sér um að útbúa fundarboðið. Rætt um breytingar á starfsárinu, að framvegis verði það frá sept-sept svo núverandi stjórn sitji þá áfram til hausts. Þetta verður tekið fyrir á aðalfundinum.
  • Leikskólinn fékk góðgæti að gjöf frá KVH handa krökkunum fyrir öskudagsballið. Þökkum kærlega fyrir það!
  • Rætt um prestatímana á leikskólanum. Borist hafa kvartanir til foreldrafélagsins. Ákveðið að formaður komi þeim áleiðis til leikskólastjóra.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 12:00

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir,

Hrafnhildur Víglundsdóttir,

Valdimar Gunnlaugsson og

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

30. nóvember 2010

Fundur settur kl. 9:00. Mætt eru Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir og Valdimar Gunnlaugsson.

  • Rætt um fyrirkomulag jólaballsins á leikskólanum. Ákveðið að gefa minnisspil í jólagjafir til barnanna. Elísa Ýr tekur að sé að panta gjafirnar og sjá um flutning. Búið að finna menn í " aðalhlutverkin " á ballinu.
  • Myndatakan tókst mjög vel. Auja ljósmyndari kom 28. september sl. Hún bauð mjög góð kjör á myndum og var pakkinn samansettur af hópmynd af öllum börnum á deildinni og einstakslingsmynd.

Verð:

1 barn: 2500 kr.

2 börn: 4000 kr.

3 börn: 5500 kr.

Foreldrafélagið greiddi einungis akstur og fæði fyrir ljósmyndarann og alla hennar vinnu.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 10:05

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir,

Hrafnhildur Víglundsdóttir og

Valdimar Gunnlaugsson.

25. febrúar 2010

Aðalfundur foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs.

Fundur settur kl. 18:05 á Bláagarði.

Mættir eru úr stjórn:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi

  1. Formaður setur fundinn og les upp skýrslu stjórnar. Fer yfir helstu afrek foreldrafélagsins á liðnu ári, sem felast helst í gjöfum fyrir börnin á öskudegi, sumargjöf til leikskólans, sumarhátíð og jólagjöf fyrir börnin.
  2. Gjaldkeri fer yfir ársreikninga, greidd félagsgjöld lægri en ráðstöfuðu fé svo félagið er rekið með tapi. Var til inneign í félaginu sem hefur verið gengið á en er nú búin. Ársreikningur samþykktur.
  3. Rætt um að hækka félagsgjöldin, tillaga stjórnar að hækka gjöldin úr 1800 kr í 2500 kr. Erfitt að ná endum saman vegna hækkana á öllu svo þörf á að hækka gjöldin. Tillagan samþykkt.
  4. Lagabreyting. Tillaga að 9. gr. laga

-Árlega skulu skipaðir 3 fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins til setu í foreldraráði leikskólans.

Tillagan samþykkt.

  1. Kosningar. Hörður gefur ekki kost á sér í stjórn en Ína Björk gerir það. Þorbjörg og Hrafnhildur sitja áfram í stjórn. Elísa Ýr Sverrisdóttir og Valdimar Gunnlaugsson kosin ný í stjórn. Hörður gefur kost á sér til varamanns og einnig Erla Björg Kristinsdóttir. Kosningar samþykktar. Herði þakkað fyrir góð störf.
  2. Leikskólastjóri Guðrún Lára Magnúsdóttir tekur til máls og býður nýja stjórn velkomna og þakkar fráfarandi fyrir vel unnin störf. Kynnir Tákn með tali og innlögn þess á leikskólanum. Kynnt betur fyrir foreldrum eftir því sem það er notað meira á leikskólanum. Guðrún Lára kynnir einnig Grænfánaverkefnið sem Leikskólinn Ásgarður er nú orðinn aðili að. – Leikskóli á grænni grein - . Stöðug þróun og vakning í því verkefni að hugsa vel um umhverfi okkar – hugsað til framtíðar. Lýsir eftir áhugasömum foreldra til að vinna með leikskólanum vegna þessa umhverfisverkefnis.

Ræðir um hliðmál, stendur til að færa hliðið. Muna eftir að loka hliðinu.

Muna eftir að slökkva á bílum sem lagt er á stæðinu.

Sumargjöf frá foreldrafélaginu, ákveðið að kaupa annað en myndavél sem upphaflega var rætt um og kaupa e-ð annað sem nýtist leikskólanum.

Gærurnar gáfu 100.000 kr til leikskólans, ákveðið að verja þeim pening til leikfangakaupa.

Til stendur að starfsfólk leikskólans láti prenta á háskólaboli sem verða til sölu sem fjáröflun vegna mennta/skemmtiferðar þeirra nú í sumar. Peysurnar eru ætlaðar börnum á leikskólanum með merki leikskólans og fleiru prentuðu á.

  1. Önnur mál:

-Rætt um skólarútuna og öryggisbúnað í henni. Hvort venjuleg belti séu nægur öryggisbúnaður fyrir svona lítil börn. Samkvæmt reglugerð rútunnar er svo.

-Lýsing á lóð, til stendur að setja upp ljósastaur sem lýsir svæðið fyrir neðan leikskólann að norðan.

-Gangbraut. Nauðsynlegt að koma upp gangbraut við leikskólann yfir Garðaveginn. Löglegur 30 km. hámarkshraði á Garðavegi.

Fundi slitið kl. 19:25. Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir.

17. febrúar 2010

Fundur settur kl. 9:30. Mættar eru:

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi

-Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi

Uppkast gert að auglýsingu fyrir Aðalfund foreldafélagsins sem á að vera í næstu viku 25. febrúar. Ákveðið að breyta tímasetningu og hafa fundinn kl. 18:00 og athuga hvernig það mælist til. Rætt um undirbúning fundarins og ákveðið að hittast 25. febrúar kl. 17:00 fyrir fund. Ína Björk tekur að sér að ljósrita auglýsingu og fara með upp í leikskóla.

Fundi slitið kl. 10:05

Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir.

11. febrúar 2010

Fundur settur kl. 15:10. Mættar eru:

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi

-Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi

Rætt um öskudagsundirbúning. Foreldrafélagið hefur gefið smá glaðning í tunnuna en nú ætlar Fæðingarorlofssjóður að gefa öllum börnum íspinna á öskudaginn svo nú er spurning hvað foreldrafélagið eigi að gefa. Ákveðið að reyna að finna eitthvað lítið dót eða nammi til að setja í tunnuna, fer eftir verði.

Ákveðið að Aðalfundur foreldrafélagsins verði í síðustu vikunni í febrúar en foreldrafélagið hittist í næstu viku.

Fundi slitið kl. 15:45.

Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir.

20. nóvember 2009

Fundur settur kl. 9:00. Mætt eru:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari

-Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi

-Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi

-

Rætt um jólagjafir til barnanna. Ákveðið að kaupa frumskógardýr í poka fyrir alla. Ekki þörf á að pakka inn, eru í poka. Þorbjörg tekur að sér að finna " aðalmennina" fyrir Litlu jólin. Hörður sér um að panta jólagjafirnar og fara með upp á leikskóla.

Fundi slitið kl 10:00.

Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi

29. september 2009
Fundur settur kl. 14:45.
Mættir eru:

Hörður Gylfason, formaður
Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri
Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari
Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi
Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi
Guðrún Lára Magnúsdóttir, leikskólastjóri

1. Rætt um stofnun foreldraráðs leikskólans og hvort hafa eigi það
sameiginlega með foreldrafélaginu. Ákveðið að í foreldraráði séu
sömu aðilar og í foreldrafélaginu. Formaður, gjaldkeri og ritari
sjálfkjörnir í foreldraráðið og hinir tveir stjórnarmenn séu
varamenn. Þarf að setja inn ný ákvæði um lög foreldrafélagsins
varðandi breytinguna. Hrafnhildur tekur að sér að gera uppkast að
þeim.
2. Byrjað að ræða jólagjafir, hafa augun opin.
3. Athuga með ljósmyndara fyrir myndatöku.


Fundi slitið kl. 15:50

24. apríl 2009

Fundur settur kl 15:00

Mættir eru:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, meðstjórnandi

-Hrafnhildur Víglundsdóttir, meðstjórnandi

1.Ákveðið að styrkja myndavélakaup á Ásgarði um 15.000 kr, sem sumargjöf.

2. Tilnefningar til heimilis og skóla:

1. Samstarfsverkefni leikskóla og grunnskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna.

2. Hvatningarverðlaun til Þorbjargar Valdimarsdóttur fyrir stuðningskennslu fyrir son sinn Valdimar Tryggva Hannesson.

3. Athuga hvort að starfsdagar geti dreifst meir á vikudagana svo þeir lendi ekki alltaf á þeim sömu.

4. Ákveðið að halda foreldrafund með stjórn og foreldrum í vetur. Til að ræða hlutverk foreldrafélagsins og starf foreldra.

Fundi slitið kl. 16:00

28. janúar 2009

Aðalfundur Foreldrafélags leikskólans Ásgarðs

Fundur settur kl. 20:05. Stjórnin öll mætt.

  1. Skýrsla stjórnar. Hörður les upp skýrslu stjórnarinnar. Fer yfir breytingar á innheimtu gjalda til foreldrafélagsins. Rætt um myndatökuna sem gafst vel og vonar stjórnin að hægt sé að halda þessu áfram annað hvert ár. Sumarhátíðin tókst vel fyrir utan rokið! Jólagjöfin var einnig vel heppnuð.
  2. Ína Björk fer yfir ársreikninga foreldrafélagsins. Kom vel út. Stofnuð kennitala og fyrirkomulagi innheimtu breytt sem skilaði sér vel inn. Betra með nýja fyrirkomulaginu í formi greiðsluseðla í gegnum Sparisjóðinn. Ný lög samþykkt.
  3. Kosning nýrra manna í stjórn. Kosið í stað Ragnheiðar og Sigurðs. Hrafnhildur Víglundsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir nýjar í stjórn. Elísa Sigríður Guðmundsdóttir, Irina Kamp og Ragnheiður Sveinsdóttir kosnir varamenn.
  4. Ávarp leikskólastjóra Guðrúnar Láru Magnúsdóttur. Fór yfir starf leikskólans s.l. ár.
  5. Önnur mál:

-Athugasemd um söndun og mokstur á bílaplani leikskólans. Leikskólastjóri svarar og segir málið í vinnslu.

-Foreldrafélagið fær hrós fyrir framlag sitt með myndatökuna. Einnig þakkað fyrir framtak leikskólans sem prýðir vegg í Austurstræti í Reykjavík.

-Gagnrýni á könnunina um sumarlokunina. Kallar á umræðu um að sveitarstjórn og fræðsluráð breyti þessu fyrirkomulagi. Spurt um afstöðu stjórnar foreldrafélagsins. Hörður svarar og segir foreldrafélagið búið að koma sínu til skila með því að hafa sett fram könnunina. Beiti sér ekki sérstaklega fyrir þessu sem þrýstihópur.

-Spurt hvort sumarlokunin sé samfelld vegna kostnaðar. Hvort hann aukist sé því breytt. Guðrún Lára svarar og segir það ekki eingöngu ástæðuna. Hún sé ekki tilbúin að breyta þessu nema að fá skipun um það frá sveitarstjórn.

-Athugasemd um kaffitímann. Að bjóða einnig upp á vatn en ekki eingöngu mjólk. Guðrún Lára svarar og segir leikskólann beita sér fyrir að fylgja ráðleggingum Manneldisráðs í máltíðum og því sé eingöngu boðið upp á mjólk í kaffitímunum. Reyni að koma til móts við óskir foreldra en fylgi samt stefnu leikskólans í sambandi við matarvenjur.

-Athugasemd um hvort ekki sé nóg að foreldrar biðji um að barn sitt fái að sleppa ákveðinni fæðutegund án þess að framvísa læknisvottorði. Vanti meiri sveigjanleika.

-Formaður foreldrafélagsins hvetur foreldra til að koma með ábendingar til foreldrafélagsins sem þeim vanti stuðning með.

-Fyrirspurn um ömmu og afadag. Guðrún Lára svarar og segir að auglýst hafi verið að staðgenglar hafi að sjálfsögðu verið velkomnir. Allir velkomnir þó ekki séu amma eða afi þar sem ekki öll börn eigi ömmur og afa sem eru á svæðinu. Einnig tekið fram að allir séu ávallt velkomnir til að fylgjast með starfi leikskólans.

-Umræða um nýja læsingu á hlið leikskólans. Guðrún Lára svarar og segir hafa hug á að breyta staðsetningu þess. Athuga með nýja festingu hjá áhaldahúsi.

-Athugasemd með bætta lýsingu á útisvæði leikskólans.

-

Formaður þakkar fyrir fundinn og þakkar fráfarandi stjórnarmönnum sitt starf. Fundi slitið kl. 21:45.

15. janúar 2009

Fundur settur kl. 22:00. Mættir eru:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari

-Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi

-Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi

  1. Rætt um niðurstöður könnunar um sumarlokunina.
  2. Ákveðin dagsetning fyrir aðalfundinn. Tillaga um 28. janúar. Hörður ræðir við Guðrúnu Láru og ætlar að staðfesta dagsetninguna. Farið yfir uppsetningu fundarins. Ákveðið að hafa ræðupúlt á fundinum til að fólk geti komið upp og tjáð sig. Einnig til að fólk geti talað án þess að gripið sé fram í fyrir því. Sigurður og Ragnheiður sjá um framkvæmd kosninga til nýrra mann í stjórn.

Fundi slitið kl. 23:20

18. júní 2008

Fundur settur kl. 17:30. Mættir eru:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari

-Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi

-Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi

  1. Ákveðin innkaup fyrir sumarhátíðina 20. júní. Allt með sama sniði; pylsur, safi og ávextir.
  2. Sumargjöfin í ár: Hópmyndirnar af leikskólabörnunum prentaðar á álplatta.
  3. Myndatakan gekk mjög vel. Næstum allir búnir að greiða fyrir og fá myndirnar afhentar.
  4. Ragga talar um leikskólagjöldin. Undirskriftalisti í smíðum til að fá leikskólagjöldin lækkuð í samræmi við það sem er í öðrum sveitarfélögum t.d. Norðurbyggð.
  5. Siggi talar um hvort hjálmar séu skylda á þríhjólum sem er víst ekki.

Fundi slitið kl.18:30.

Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigurður Björn Gunnlaugsson.

13. maí 2008

Fundur settur. Mættir eru:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari

-Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi

-Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi

-Guðrún Lára Magnúsdóttir, leikskólastjóri

  1. Rædd drög að námskrá og nokkrir punktar sem Sigurður Grétar Sigurðsson setti fram.

-Það er að uppsagnarfrestur þurfi að miðast við mánaðarmót sem er sveitarfélagsins að ákveða. Finnst vanta meiri sveigjanleika ef að barn þarf t.d. að hætta um miðjan mánuð.

-Einnig að athuga orðalag, finnst það of harkalegt.

-Hægt er að nálgast stundaskrá og dagsskipulag.

-Veikindi, komið inn á með óþol og ofnæmi.

-Foreldrafélagsgjaldið

  1. Hörður Gylfason ræðir bænagjörð í prestatíma.
  2. Farið yfir skóladagatal án athugasemda.
  3. Rætt um sumargjöf til leikskólans frá foreldrafélaginu og tekin ákvörðun um hana.
  4. Talað um fræðsluráðsfund.
  5. Hvað verður gert við niðurstöður úr könnun um sumarlokun. Guðrún Lára spyr hvort hægt sé að sameina könnun um viðhorf til leikskólans og sumarlokun.

Fundi slitið kl. 19:10.

Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigurður Björn Gunnlaugsson, Guðrún Lára Magnúsdóttir.

14. apríl 2008

Fundur settur. Mættir eru:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari

-Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi

-Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi

  1. Foreldrafélagið komið með kennitölu.
  2. Farið að senda út greiðsluseðla. Gjalddagi verður þá 1. maí og eindagi 1. júní. Seðlarnir verða inni á heimabönkum til áramóta. Eru að sjálfsögðu valgreiðsluseðlar.
  3. Aftur rætt um sumargjöfina, ákveða á næsta fundi.
  4. Næsti fundur ákveðinn 13. maí kl. 17:30

- skipulagning sumarhátíðar

- bjóða Guðrúnu Láru að koma og ákveða gjöfina frá foreldrafélaginu.

Fundi slitið.

Hörður Gylfason, Ína Björk Ársælsdóttir, Katrín Ósk Guðmannsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigurður Björn Gunnlaugsson.

11. mars 2008

Fundur settur. Mættir eru:

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari

-Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi

-Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi

  1. Rætt um fyrirkomulagið á innheimtu gjalda fyrir foreldrafélagið. Hvort eigi að láta bankann sjá um að senda út reikningana og FLÁ borgar seðilgjaldið. Ef til vill að hækka gjaldið til að dekka þann kostnað. Engin ákvörðun tekin, gjaldkeri ætlar að kynna sér málið enn betur.
  2. Ína tilkynnir að búið sé að fá ljósmyndarann Auði Þórhallsdóttur til að koma og mynda börnin. Myndatakan fer fram 10. apríl n.k. og búið er að útbúa blöð fyrir foreldra til að skrá börn sín.
  3. Velt aftur fyrir sér sumargjöf....
  4. Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 14. apríl kl. 17:30 á Café Sirop.

Fundi slitið.

26. febrúar 2008

Ný stjórn kemur saman. Allir mættir.

-Hörður Gylfason, formaður

-Ína Björk Ársælsdóttir, gjaldkeri

-Katrín Ósk Guðmannsdóttir, ritari

-Ragnheiður Sveinsdóttir, meðstjórnandi

-Sigurður Björn Gunnlaugsson, meðstjórnandi

  1. Rætt um að gera skoðanakönnun um viðhorf foreldra til sumarlokunar leikskólans. Tekin ákvörðun um að útbúa könnun en senda út í ágúst.
  2. Ína kemur með þá tillögu að fá ljósmyndara til að mynda leikskólabörnin. Allir taka vel í það og samþykkja. Einnig mun foreldrafélagið veita afslátt s.s. systkinaafslátt af hópmyndum. Foreldrum sem eiga börn á fleiri en einni deild greiða fullt gjald fyrir fyrstu hópmyndina en fá 50 % afslátt af næstu myndum.
  3. Rætt um sumargjöf til leikskólans. Tillaga um útileikföng t.d. kofa. Ákveðið að ræða við Guðrúnu Láru um þetta og ákveða svo endanlega.
  4. Sigurður Grétar kemur og afhendir nýrri stjórn þetta líka fína minnisblað fyrir ritara FLÁ til viðmiðunar.
  5. Næsti fundur ákveðinn 11. mars kl. 17:30.

Fundi slitið.

4. febrúar 2008.

Fráfarandi stjórn kom saman. Mætt eru Sigurður Björn, Sigurður Grétar, Ragnheiður og Irina. Elsche komst ekki.

  1. Ákveðið að klára öskudagsgjöf. Í samráði við leikskólastjóra var ákveðið að öll börn fái poppkorn í poka. Einnig ákveðið að láta tvo blöðrupoka fyljga með til notkunar. (Hætt var við blöðrurnar því ekki voru til hentugar blöðrur, innsk. SGS)
  2. Ákveðið að skrifa fréttabréf með yfirliti yfir starf félagsins frá aðalfundi 2006 til og með sl. aðalfundi. SGS tekur málið að sér og gerir uppkast.
  3. Fundi slitið kl. 18.10.

Sigurður G. Sigurðsson

AÐALFUNDUR FORELDRAFÉLAGS LEIKSKÓLANS ÁSGARÐS

31. JANÚAR 2008

1.Formaður setur fund kl. 20.12.

2.Skýrsla stjórnar. Stiklað á stóru úr fundargerðum. Sigurður Björn.

3.Reikningar. Elsche fór yfir reikningana. Varpar fram hugmynd um að láta bankann innheimta. Láta bankann innheimta. Umræður um skýrslu og reikninga. Athugasemd við t.d. hvað börn fá að gjöf. Taka þetta til skoðunar m.t.t. ofnæmis ofl.

4.Sigurður Grétar fór yfir lög. Nokkrar umræður. Samþykkt með þorra atkvæða.

5.Kosningar. Ragga og Sigurður Björn halda áfram. Katrín Guðmannsdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir og Hörður Gylfason gáfu kost á sér. Samþykkt samhljóða.Varamenn: Tryggvi Rúnar, Sigurður Grétar og Irina.

6.Önnur mál.

Sumarlokun. Miklar umræður. Skiptar skoðanir. Ákveðið að kanna hug foreldra til styttri lokunar til þess að foreldrar hafi meira val um þann samfellda tíma (4 vikur) sem börnin eru í fríi. Guðrún Lára kom á fundinn. Þakkaði gott samstarf við foreldrafélagið. Gagnrýndi hringl með fundarboð sitt. Færði rök fyrir 4 vikna sumarlokun.

Rætt um snjóbræðslu, lýsingu á plani, fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir. Guðrún Lára sagði frá þróunarverkefni sem er í gangi innan leikskólans meðal starfsmanna í samstarfi við Guðjón Ólafsson.

Fundi slitið kl. 22.22.

Fundarritari: Sigurður Grétar Sigurðsson

---------------------------------------------------------------------------------------

ÚTSENT BRÉF

11. jan. 2008

Byggðaráð Húnaþings vestra

Með vísan í bréf dags. 18.12.08 sendir stjórn foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um leikskóla:

A)

Stjórn foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs leggur til að í markmiðsgrein (2. gr.) laganna verðið stuðst við orðalag frumvarps til grunnskólalaga en orðalaginu "kristilegt siðgæði" skeytt við. Greinin gæti t.a.m. verið orðuð svona:

"Starfshættir leikskóla skulu mótast af kristilegu siðgæði s.s umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi".

Greinargerð: Þeir þættir sem taldir eru upp falla allir undir kristilegt siðgæði. Orðalagið kristilegt siðgæði hefur hins vegar meiri kjölfestu sem viðmið, stendur á rótfastari grunni og gefur tóninn fyrir nánari útskýringu á þeim hugtökum sem á eftir fara. Manngildi getur t.a.m. verið afar breytilegt eftir samfélögum og trúararfur hefur þar mikið að segja. Orðalagið kristilegt siðgæði gerir ekki kröfu um trúarjátningu eða trúarafstöðu en útskýrir augljóslega rætur gildismatsins.

B)

11. grein fjallar um stofnun foreldraráðs. Stjórn foreldrafélagsins sér ekkert þessu til fyrirstöðu þó foreldrafélag hafi hingað til haft ýmis þau mál á sinni könnu sem færu undir foreldraráð. Þó er vert að spyrja hvers vegna sett er á stofn foreldraráð í leikskólanum en skv. frumvarpi til grunnskólalaga á að leggja foreldraráð grunnskóla niður og setja á stofn skólaráð sem er talsvert öðruvísi samsett en foreldraráð. E.t.v. gæti verið heppilegt að hafa sambærilegt ráð í leikskólanum. Stjórnin mælir með því að höfundar frumvarps velti þessu atriði fyrir sér.

Fyrir hönd stjórnar foreldrafélags leikskólans Ásgarðs,

___________________________________

Sigurður Björn Gunnlaugsson, formaður

------------------------------------------------------------------------------

8.janúar 2008. Stjórnarfundur.

Mætt eru Sigurður Björn, Ragnheiður, Elsche, Irina og Sigurður Grétar.

1.Rætt um frumvarp til laga um leikskóla. Ákveðið að setja nokkrar athugasemdir á blað um 2. grein og 11. grein. SGS gerir það og sendir á e-mail til yfirlestrar.

2.Aðalfundur ákveðinn 24. janúar kl. 20.00. SGS undirbýr auglýsingu. Leikskólastjóri boðaður á aðalfundinn kl. 21.00. Auglýsa fundinn til kl. 21.30.

3.Rætt um athugasemdir frá foreldrum um útbúnað barna í útiveru og atferli sem skemmir föt að óþörfu. Ákveðið að upplýsa leikskólastjóra um málið.

Fundi slitið kl. 18.54

10. des. 2007. Stjórnarfundur í safnaðarheimili kl. 17.00.

1.Jólagjöfum pakkað inn. Linda, Inga Hrund og Anna María aðstoðuðu.

2.Í ljós kom að 6 hreindýr vantaði uppá en formaðurinn gekk í málið og verða þau send með pósti á morgunn.

3.Jólasveinar á jólaballi. SGS og SB útvega.

4.ákveðið að færa leikskólanum gjafabréf að upphæð kr. 25.000 uppí hljómflutningstæki.

Fundi slitið kl. 18.40. Mætt voru SB, SGS, Ragga, Irina og Elsche.

14. nóv. Stjórnarfundur í safnaðarheimili.

1.Formaður bauð velkomin. Mætt eru Sigurður Björn, Irina, Ragnheiður, Elsche og Sig. Grétar. Gestur er Guðrún Lára.

2.Farið yfir drög að foreldrahandbók. Almenn ánægja með plaggið. Nokkrar umræður um matarmál, veikindi ofl.

3.Guðrún Lára kynnti plagg "samskipti Grunnskóla Húnaþings vestra og Leikskólans Ásgarðs. Einnig kynnti hún ljósmyndaverkefni sem listamaður vinnur að. Kynnt blað um málörvun barna sem til stendur að senda út.

4.Rætt um komandi aðalfund. Guðrún Lára mun koma undir liðnum Önnur mál.

5.Reikningar skoðaðir. Aðalfundur undirbúinn. Ragga og Elsche undirbúa veitingar.

Fundi slitið kl. 19.01.

Stjórnarfundur 6. nóv. 2007 í safnaðarheimili. Mætt eru Sigurður Björn, Elsche, Ragnheiður og Sigurður Grétar.

1.Formaður setti fund og sagði frá tveimur fræðsluráðsfundum síðan við funduðum síðast. Þar voru almenn atriði s.s. tölur um barnafjölda, starfsmannamál, sl. viku var farið yfir fjárhagsáætlun auk þess sem Guðrún lára kynnti drög að skipulagi lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að bæta þurfi við 50% v. fjölda í árgangi 2006. Það þarf til sumars 2008 eða þar til 2002 árgangur fer út. Gert er ráð fyrir áframhaldandi danskennslu. Guðrún Lára talaði um þörf á húsvörslu með einhverjum hætti einkum í ljósi aukins húsnæðis. Ýmislegt smáviðhald virðist of oft sitja á hakanum að hennar mati.

2.Ákveðið að hafa aðalfund 22. nóv. kl. 19.30.

Næsti stjórnarfundur 13. nóv. kl. 17 í safnaðarheimili. Guðrún Lára boðuð. Fundi slitið kl. 18.23.

27. júní 2007 Stjórnarfundur að Hvammstangabraut 30 kl. 20.10.

1. Formaður bauð alla velkomna og sýndi viðstöddum drög að skóladagatali leikskólans Ásgarðs fyrir skólaárið 2007-8. Öllum líst vel á það og hugmyndin er góð.

2. Sumarhátíð rædd. Guðrún Lára talaði við formann og nefndi þá hugmynd að fá trúð til að skemmta á sumarhátíðinni ekki vera kost. Ákveðið að gefa leikskólanum gítar og S.G. ætlar að ráðfæra sig við aðra hugsanlega notendur og kaupa gítar. Matarmálin rædd, ákveðið að hafa líka ávexti í boði, innkaupalisti gerður. Finna þarf fólk til að aðstoða. Ákveðið að nefna andlitsmálun við G.L.M.

Fundi slitið kl. 21:25

Ragnheiður Sveinsdóttir

Elsche O. Apel

Sigurður Björn Gunnlaugsson

19. febrúar 2007. Stjórnarfundur í safnaðarheimili.

1.Formaður bauð velkomin. Gestur fundar undir 1. lið er leikskólastjóri Guðrún Lára. Dansskóli J.P.K. (Jóns Péturs og Köru) verður m. danskennslu í leikskólanum foreldrum að kostnaðarulausu. Sveitasjóður greiðir þetta. Námsskrárvinna hafin. Við fáum sent eitthvað til skoðunar sem lýtur að foreldrum. Í kjölfar þeirrar vinnu verður gefin út foreldrahandbók. Rætt um hið margumrædda korter fyrir og eftir. Sammála um að vera ósammála. Þetta eru tvö mál, ólík, annars vegar aukin gjaldtaka, hins vegar að vinna á þeim sem trassa rétta tíma. Brunastigi kominn á staðinn. Verður settur upp á suðurhlið.

2.Fréttabréf klárað. SGS prentar og fjölfaldar.

Fundi slitið kl. 18.57.

Sigurður G. Sigurðsson. Aðrir mættir: Sigurður Björn, Ragnheiður og Irina. Guðrún Lára fór eftir 1. lið.

--------------------------------------------------------------------------------------

ÚTSENT BRÉF

Hvammstanga 8. feb. 2007

Fræðsluráð Húnaþings vestra

Bt. Jón Óskar Pétursson, formaður

Efni: Hugmyndir leikskólastjóra um gjaldtöku fyrir 15 mín. hvoru megin vistunartíma.

Ágæta fræðsluráð!

Stjórn foreldrafélags leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga vill koma eftirfarandi sjónarmiði á framfæri.

Í ljósi þess að á fræðsluráðsfundi 31. jan. sl. var enn haldið á lofti hugmyndum um að rukka sérstaklega fyrir þær 15 mínútur sem foreldrar hafa haft til að koma með og sækja börn sín fyrir og eftir vistunartíma ítrekar stjórnin mótmæli sín við þeim hugmyndum. Í málflutningi leikskólastjóra er hugmyndin einkum studd þeim rökum að nokkuð beri á því að foreldrar nýti þennan tíma í botn án þess að þurfa og fari jafnvel fram yfir þann tíma. Það hafi svo aftur í för með sér þau óþægindi fyrir starfsmenn að þeir ýmist verða of fáir með of mörg börn eða komast seinna úr vinnu en gert er ráð fyrir. Stjórnin skilur vandann og harmar að foreldrar skuli ekki í öllum tilvikum virða tímamörkin. Hins vegar telur stjórnin að þessi gjaldtaka muni á engan hátt leysa þetta vandamál. Gjaldtakan mun frekar auka á vandann, að mati stjórnar, ef foreldrar líta á það sem sjálfsagðan rétt sinn að nýta þessar mínútur í botn. Stjórnin gerir ráð fyrir því að rætt hafi verið persónulega við þá foreldra sem einkum eiga í hlut. Stjórnin telur heppilegra að fara þá leið að skerpa vel á því til hvers þessar 15 mínútur eru hugsaðar t.d. að börnin þurfi að vera komin út úr húsi og í umsjá foreldra eigi síðar en 15 mínútur yfir ellegar sé hætta á því að greiða þurfi sekt. Stjórnin hefur haft spurnir af því að slíkar sektargreiðslur hafi verið reyndar í ónefndum leikskóla með afar góðum árangri.

Virðingarfyllst f.h. stjórnar foreldrafélagins,

________________________________

Sigurður Björn Gunnlaugsson, formaður

Afrit sent leikskólastjóra og sveitarstjóra

-------------------------------------------------------------------------------------

Stjórnarfundur 5. febrúar 2007 í safnaðarheimili.

Mætt eru Sigurður Björn, Elsche, Ragnheiður, Irina og Sigurður Grétar.

1.Formaður bauð alla velkomna.

2.Sig Grétar sagði frá síðasta fræðsluráðsfundi og rakti&

Ásgarður, Garðavegi 7 | Sími: 451-2343 | Netfang: leikskoli@hunathing.is