Starfsemi foreldrafélagsins

Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við starf leikskólans með ýmsum hætti s.s. með aðkomu að jólatrésskemmtun, öskudegi, og sumarhátíð. Einnig leitast foreldrafélagið við að standa vörð um hagsmuni barna okkar og gæði þeirrar þjónustu sem þau njóta.

Markmið foreldrafélagsins er að auka virkni meðal foreldra, stuðla að velferð barnanna og síðast en ekki síst að hvetja til aukinnar samvinnu milli foreldra og starfsfólks leikskólans.

LÖG FORELDRAFÉLAGS LEIKSKÓLANS ÁSGARÐS

Samþykkt 2021

1.gr. Nafn félagsins er Foreldrafélag Leikskólans Ásgarðs (F.L.Á) með aðsetur í Húnaþingi vestra

2.gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að góðum samskiptum milli foreldra innbyrðis og foreldra og starfsfólks leikkskólans og standa vörð um hagsmuni barnanna og gæði þeirrar þjónustu sem þau njóta. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að vinna samviskusamlega að þeim verkefnum sem í gangi eru hvert sinn.

3.gr. Allir foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Ásgarði eru sjálfkrafa félagar meðan barn/börn þeirra er(u) á leikskólanum.

4.gr. Starfstímabil félagsins er almannaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

5.gr. Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en fyrir febrúarlok ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ráða úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar lögð fram

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

4. Lagabreytingar

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Kosining stjórnar

7. Önnur mál

6.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 3-8 félagsmönnum, formanni og 2-7 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Skal þess gætt að eitt árið séu þrír kosnir til tveggja ára og hitt árið tveir til tveggja ára. Þá skal kjósa tvo varamenn til eins árs í senn. Kosning skal vera leynileg ef ekki er sjálfkjörið í embætti. Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs formann, gjaldkera og ritara.

7.gr. Félagsgjöld eru innheimt í upphafi hvers árs og er upphæð þeirra ákveðin á aðalfundi. Félagsgjöld eru sérstaklega ætluð til að standa straum af kostnaði við skemmtanir og aðrar uppákomur á vegum félagsins og/eða leikskólans, í þágu barnanna, s.s. litlu ljólunum, öskudegi, sumarhátíð og uppbrotsdag. Auk þess er stefnt að því að færa leikskólanum reglulega gjöf.

8.gr. Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meiri hluta atkvæða og renna eignir þess til nýs félags innan leikskólans, sem byggt er á samskonar grunni.

9.gr. Stjórnin velur fulltrúa úr sínum hópi til setu á fræðsluráðsfundum og árlega skulu skipaðir 3 fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins til setu í foreldraráði leikskólans.



Starfsemi foreldraráðs


Úr lögum um leikskóla Þingskjal 1255, 135. löggjafarþing 287. mál: leikskólar (heildarlög). Lög nr. 90 12. júní 2008.

IV. KAFLI

Foreldrar og foreldraráð.

9. gr.
Foreldrar.

Foreldrar leikskólabarna skulu gæta hagsmuna barna sinna. Þeir skulu hafa náið samráð við starfsfólk leikskóla og fylgjast með skólagöngu barna sinna og veita þær upplýsingar sem kunna að skipta máli fyrir skólastarfið og velferð barna. Foreldrar skulu jafnframt eiga rétt á upplýsingum um skólastarfið og stöðu barna sinna.
Eigi í hlut foreldrar sem tala ekki íslensku eða nota táknmál skal skóli leitast við að tryggja þeim túlkun á upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna samskipta foreldra og skóla samkvæmt þessari grein.

10. gr.
Samstarf foreldra og starfsfólks.

Leikskólastjóri skal stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að markmiði. Sé óskað eftir stofnun foreldrafélags skal leikskólastjóri aðstoða við stofnun þess.

11. gr.
Foreldraráð.

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.
Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Starfsreglur fyrir foreldraráð leikskólans Ásgarðs

Húnaþingi vestra

1.Kjósa skal 3 foreldra/forráðamenn úr stjórn foreldrafélags leikskólans Ásgarðs í foreldraráð á aðalfundi félagsins ár hvert og kosið til eins árs í senn.

2.Foreldraráð kemur saman eins oft og þurfa þykir þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári, að hausti eftir að kosið hefur verið í ráðið og fyrir árlega foreldrafundi í október.

3.Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., (Fræðsluráðs Húnaþingi vestra) um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans:

Fræðslunefnd: 2. mgr. 4 gr. laga um leikskóla:

„Nefnd, kjörin af sveitarstjórn, fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar. Leikskólastjórar, starfsfólk leikskóla og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á fundum nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt."

4.Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.

5.Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

6.Leitast skal eftir að haft sé samstarf á milli foreldraráðs og foreldrafélags Ásgarðs eftir því sem þurfa þykir vegna hagsmuna leikskólans og nemenda hans.

7.Sé þess óskað er hægt að fara fram á hafa eina þriggja manna stjórn fyrir foreldraráðið og foreldrafélagið. Enda er meginmarkmið bæði foreldraráðs og foreldrafélagsins að efla og styðja við faglegt starf í leikskólanum.

8.Skylt er að hafa foreldraráð við leikskólann, en starfandi foreldrafélag sé þess óskað.

9.Leikskólastjóri skal starfa með foreldraráði.

10.Leitast skal við að hafa sem best jafnræði með nefndamönnum foreldraráðs, þar starfi jafnt karlar sem konur.