Starfsemi foreldrafélagsins

Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við starf leikskólans með ýmsum hætti s.s. með aðkomu að jólatrésskemmtun, öskudegi, og sumarhátíð. Einnig leitast foreldrafélagið við að standa vörð um hagsmuni barna okkar og gæði þeirrar þjónustu sem þau njóta.

Markmið foreldrafélagsins er að auka virkni meðal foreldra, stuðla að velferð barnanna og síðast en ekki síst að hvetja til aukinnar samvinnu milli foreldra og starfsfólks leikskólans.