Dagur leikskólans

25 Jan 2019

Verður haldin hátíðlegur um land allt miðvikudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Einkunnarorð dagsins eru Við bjóðum góðan dag alla daga. Leikskólinn verður opin gestum og gangandi þennan dag miðvikudaginn 6. febrúar frá kl 9 – 11, kl 10:30 verður söngstund í sal. Verið hjartanlega velkomin glm