news

Í tilefni Dags leikskólans

06 Feb 2020

Læsisstefna leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóla Strandabyggðar

Leik- og grunnskólar í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóli Strandabyggðar hafa um nokkurt skeið unnið að læsisstefnu skólanna. Markmiðið með sameiginlegri læsisstefnu var að samræma kennsluhætti og námsmat og efla læsi. Unnin var heildstæð stefna af fulltrúum allra leik- og grunnskóla á svæðinu ásamt fræðslustjóra Austur Húnavatnssýslu. Áhersla var lögð á að allir fengju að hafa áhrif á mótun stefnunnar og hún unnin þvert á skólastig. Út frá þeirri vinnu var gerður bæklingur með helstu áherslum úr stefnunni.

Bæklinginn læsisstefna má nú finna á heimasíðum skólanna og sveitarfélaganna.