news

Uppskeruhátíð þróunarverkefnis Málörvun og læsi, færni til framtíðar

21 Sep 2017

Uppskeruhátíð

Leikskólinn Ásgarður hefur unnið að þróunarverkefni síðustu tvö ár í samstarfi við leikskóla í austur Húnavatnssýslu og Strandabyggð sem ber heitið Málörvun og læsi, færni til framtíðar. Ásthildur Bj.Snorradóttir talmeinafræðingur var fengin sem verkefnastjóri og hefur unnið með okkur í þróunarverkefninu.

Skólarnir hafa lokið þróunarverkefninu með gerð handbókar þar sem fram kemur hvernig málörvun fer fram og einnig foreldrasamstarf.

Starfsfólk skólanna ætlar að fagna lokum verkefnisins með uppskeruhátíð á Hótel Laugarbakka föstudaginn 22.september að skóladegi loknum. Þá mun Ingibjörg Huld Þórðardóttir talmeinafræðingur koma með fyrirlestur um málörvun barna. Síðan verða málstofur þar sem kennarar skólanna munu vera með innlegg hvernig unnið er með málörvun.

Uppskeruhátíðinni lýkur með kvöldverði og skemmtun starfsfólks á Hótel Laugarbakka.

Heiðursgestur er Ásthildur Bj. Snorradóttir