Foreldraráð skólans

Stjórn foreldraráðs skipa:

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, formaður jenny@hunathing.is

Greta Ann Clough lough_gur@yahoo.com

Jessica Faustini Aquino jessica.aquino02@gmail.com

Julia Firederike Sciba jule4649@gmail.com


Fundagerðir sjá neðar

Úr lögum um leikskóla Þingskjal 1255, 135. löggjafarþing 287. mál: leikskólar (heildarlög). Lög nr. 90 12. júní 2008.


IV. KAFLI

Foreldrar og foreldraráð.

9. gr.
Foreldrar.

Foreldrar leikskólabarna skulu gæta hagsmuna barna sinna. Þeir skulu hafa náið samráð við starfsfólk leikskóla og fylgjast með skólagöngu barna sinna og veita þær upplýsingar sem kunna að skipta máli fyrir skólastarfið og velferð barna. Foreldrar skulu jafnframt eiga rétt á upplýsingum um skólastarfið og stöðu barna sinna.
Eigi í hlut foreldrar sem tala ekki íslensku eða nota táknmál skal skóli leitast við að tryggja þeim túlkun á upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna samskipta foreldra og skóla samkvæmt þessari grein.

10. gr.
Samstarf foreldra og starfsfólks.

Leikskólastjóri skal stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að markmiði. Sé óskað eftir stofnun foreldrafélags skal leikskólastjóri aðstoða við stofnun þess.

11. gr.
Foreldraráð.

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.
Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Starfsreglur fyrir foreldraráð leikskólans Ásgarðs

Húnaþingi vestra

1.Kjósa skal 3 foreldra/forráðamenn úr stjórn foreldrafélags leikskólans Ásgarðs í foreldraráð á aðalfundi félagsins ár hvert og kosið til eins árs í senn.

2.Foreldraráð kemur saman eins oft og þurfa þykir þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári, að hausti eftir að kosið hefur verið í ráðið og fyrir árlega foreldrafundi í október.

3.Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., (Fræðsluráðs Húnaþingi vestra) um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans:

Fræðslunefnd: 2. mgr. 4 gr. laga um leikskóla:

„Nefnd, kjörin af sveitarstjórn, fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar. Leikskólastjórar, starfsfólk leikskóla og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á fundum nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt."

4.Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.

5.Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

6.Leitast skal eftir að haft sé samstarf á milli foreldraráðs og foreldrafélags Ásgarðs eftir því sem þurfa þykir vegna hagsmuna leikskólans og nemenda hans.

7.Sé þess óskað er hægt að fara fram á hafa eina þriggja manna stjórn fyrir foreldraráðið og foreldrafélagið. Enda er meginmarkmið bæði foreldraráðs og foreldrafélagsins að efla og styðja við faglegt starf í leikskólanum.

8.Skylt er að hafa foreldraráð við leikskólann, en starfandi foreldrafélag sé þess óskað.

9.Leikskólastjóri skal starfa með foreldraráði.

10.Leitast skal við að hafa sem best jafnræði með nefndamönnum foreldraráðs, þar starfi jafnt karlar sem konur.


Fundagerðir
Fundur Foreldraráðs mánudaginn 19. nóvember 2018
• Ársskýrsla Ásgarðs 2017-2018
• Framundan
o Mála piparkökur, foreldrar boðnir velkomnir, 28 nóv.
o Jólaball og foreldrakaffi 5. des.
o Kirkjuheimsókn 12. des.
o Settir upp listar til að kanna mætingu barna um jólin

• Starfsdagar 2. og 3. jan. 2019
o Kvíði barna og unglinga, nóv.
o Skyndihjálp barna, jan.
o Samskipti á vinnustað með áherslu á hrós

• Önnur mál

Fundur foreldraráðs þriðjudaginn 17. apríl 2018 kl. 13.
Dagskrá:
• Drög að skóladagatali skólaárið 2018 -2019

• Starfsfólk leikskólans haust 2018

• Nemendafjöldi 2018 - 2019

• Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins

• Önnur mál

Fundur foreldraráðs 5. maí 2015 kl 15:30

Mættir til fundar: Hulda Signý og Guðrún Lára.

Aníta og Gauja forfölluðust á síðustu stundu.

Skóladagatal

Farið yfir skóladagatal fyrir skólaár 2015-2016, hvenær starfsdagar verða

Námsskrá leiksskólans, hver er staðan?

Guðrún Lára ræðir um að verið sé að vinna í drögum að námsskrá, og að vonast sé til að hún líti dagsins ljós í sumar.

Þróunarverkefni

Leikskólinn Ásgarður hefur verið tilnefndur sem forystuskóli í þróunarverkefni sem ber nafnið „Málörvun og læsi, færni til framtíðar". Verkefnið hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði. Harpa Hermannsdóttir, fræðslustjóru A-Hún verður verkefnastjóri og Ásthildur Snorradóttir mun leiða verkefnið. Fyrir liggur verkáætlun til júní 2016, áætlað er að verkefnið nái yfir tvö.

Stjórn foreldrafélags leikskólans Ásgarðs

Sesselja Aníta lætur af störfum sem formaður, Hulda Signý lætur af störfum sem gjaldkeri og báðir varamenn láta einnig af störfum. Gauja Hlín situr sem fastast í sínu sæti og fær Guðmund Hólmar, Gerði Rósu og Elsche Oda til liðs við sig. Einn meðstjórnanda vantar í stjórn foreldrafélagsins.

Guðrún Lára leikskólastjóri þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf og býður nýja stjórnarmenn hjartanlega velkomna.

Fundi slitið kl 16, fundaritun Hulda Signý


Fundur í foreldraráði haldinn fimmtudaginn 16.október 2014 fundur settur klukkan 15:00

Mættar voru Aníta, Hulda, Guðrún Lára, Elsa og Guðríður

 • Nýbreytni í skólastarfi er að joga tímar eru fyrir elsta árg. skólans einu sinni í viku. Farið var yfir hvernig hefur gengið. Foreldraráð lýsir ánægju sinni með þessa nýbreytni í starfi skólans.
 • Rætt um könnun vegna prestatíma sem framkvæmd var af fjölskyldusviði. Ákveðið að stjórn foreldraráðs myndi sækja fund með sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
 • Guðrún Lára útskýrði fyrir foreldraráði á hvern hátt mengun á okkar svæði væri metin í upphafi skóladags og í framhaldi tekin ákvörðun um hvort að nemendur færu í útiveru þann dag.

Fundi slitið klukkan 16:00

Fundarritun: Guðríður Hlín


Fundur í foreldraráði haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014 í Ásgarði

Mættar voru Aníta, Hulda, Guðrún Lára og Guðríður

Farið hefur fram sjálfsmat í leikskólanum Ásgarði, Skólapúlsinn. Foreldrar fengu senda í tölvupósti könnun, leikskólapúlsinn sem þeir svöruðu þátttaka var 97,1%. Niðurstöður liggja fyrir og kom skólinn mjög vel út. Skólastjóri fór yfir hvern þátt í könnunni með foreldraráði.

Rætt stuttlega um sumarhátíð og skipulag hennar.

Fundi slitið klukkan 16:00

Fundarritun: Guðríður Hlín

Fundur í foreldraráði þriðjudaginn 18. febrúar 2014 kl. 15:30 í Ásgarði, Hvammstanga

Mættir til fundar: Hulda Signý, Aníta og Guðrún Lára

· Skólastjóri benti á að halda þurfi aðalfund foreldrafélagsins í Ásgarði fyrir lok febrúarmánaðar.

· Skólastjóri kynnti skóladagatal 2014 – 2015, farið var yfir starfsdaga skólaársins og sumarlokun 2015. Skóladagatal samþykkt.

· Skólastjóri kynnti Dvalarsamning Ásgarðs. Foreldrar eru þessa daganna að fylla út samninginn og samþykkja með undirskrift sinni ákv. þætti.

· Skólastjóri kynnti Skólapúlsinn. Skólapúlsinn er áreiðanlegt sjálfsmat fyrir lifandi skóla. Sent hefur verið út bréf til foreldra þar sem þeim er kynnt hvað Skólapúlsinn er og hvernig sjálfsmats ferlið gengur fyrir sig einnig er foreldrum gefin kostur á því að ákveða hvort þeir vilji taka þátt í matinu á skólastarfinu. Könnunin verður lögð fyrir í mars 2014.

Fundi slitið 16:05

Fundur í foreldraráði 13. des. 2013, Ásgarði Hvammstanga

Mættir til fundar: Aníta, Guðrún Lára og Elsa Rut

Fundarefni: Niðurstöður skráninga á því hversu oft nemendur voru sóttir fyrr eða óskað eftir að þeir færu síðastir út.

Skráning var gerð á því hversu oft nemendur voru sóttir fyrr eða óskað var eftir því að þeir færu síðastir út eftir veikindi. Skráð voru sex tilfelli á fjórum dögum. Skráningin stóð yfir í sex vikur.

Fundur foreldraráðs 25 okt. 2013, Ásgarði Hvammstanga

· Breytingar á reglum vegna inniveru nemenda eftir veikindi

o Starfsmaður er oftast nær inni til hálf 4 og því hægt að biðja um að barn fari út síðast og þá er það úti í u.þ.b. hálf tíma

· Verið er að vinna í nýrri námskrá fyrir leikskólann.

· Starfsmenn leikskólans hafa kynnt sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

· Verið er að taka upp málþroskaskimun fyrir börn frá tveggja ára aldri. Málþroskaskimunin heitir TRAS. Málþroskinn er skimaður á hálfs árs fresti. Niðurstöður verða síðan nýttar í foreldraviðtölum.

· Fundi slitið

Fundur í foreldraráði 23. október 2013, Borðeyri

Mættar til fundar: Guðrún Lára, Inga Hrönn og Stefanía.

- Skólastjóri kynnti spil sem keypt voru til skólans eftir námskeið sem haldið var fyrir starfsfólk. Spilin hafa kennslufræðilegt gildi fyrir nemendur. Einnig voru keyptir tveir ipad sem nýttir eru í kennslu og tómstundir nemenda.

- Farið var yfir breytingar sem gerðar hafa verið á heimasíðu skólans.

- Farið var yfir skóladagatal

- Lengingin sem er á mánudögum á Hvammstanga var rædd. Skólastjóra var falið að skoða málið.

- Skyndihjálpar námskeið verður fyrir starfsfólk í nóvember.

- Fundi slitið og stefnt á að hittast aftur í mars 2014

Fundur foreldraráðs 10. apríl 2013, Borðeyri.

Mættir voru Guðrún Lára, Stefanía og Inga Hrönn.

Drög af skóladagatali kynnt, árshátið færð um eina viku og það samþykkt.

Guðrún Lára kynnti fyrir okkur dagatal sameiginlegt fyrir alla skóla í sveitafélaginu.

Gurðún Lára kynnti fyrir okkur þróunnarverkefni Leikskólans Ásgarðs sem verður kynnt fyrir foreldrum síðar.

Viðbragðsáætlun vegna barnaverndarmála var kynnt.

Önnur mál:

Foreldraráð ræddi um föstudaga á Hvammstanga fyrir grunnskólann á Borðeyri, óskað eftir að skólastjóri skoði hvort börnin fari alla föstudaga á Hvammstanga næsta vetur.

Fundi slitið.


Fundur foreldraráðs 9 apríl 2013, Ásgarði Hvammstanga

· Skóladagatal næsta skólaárs kynnt, foreldraráð samþykkir

· Kynnt ný hugmynd að dagatali sem er sameiginlegt fyrir öll skólastig.

· Farið yfir breytingar á starfsfólki leikskólans næsta skólaár. Fækkað verður um 2,5 stöðugildi, en sama fólk verður í húsinu en vinnutími hjá ófaglærðum færist niður í 50%

· Vinna við aðlögun á námskrá leikskólans að Aðalnámskrá Leikskóla er hafin

· Þróunarverkefni tilbúið og búið að kynna fyrir fræðsluráði. Leikskóli ætlar að hafa kynningarfund fyrir foreldra í apríl.

· Fórum yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir foreldra í desember 2012.

· Guðrún Lára ætlar að leggja til að leikskóli loki kl 16 næsta vetur þar sem ekkert barn verður þá lengur með vistunartíma nema til 16 í stað 16.30

· Kynnt viðbragðsáætlun Leikskólans Ásgarðs vegna barnaverndarmála.

· Rætt um hvort ekki sé kominn tími á nýja myndatöku, á að athuga með það.

Fundi slitið.

Fundur foreldraráðs Borðeyri 12. desember 2012

 • Umræður um mentor að sameina hann við grunnskóla Húnaþings vestra.

 • Annað var ekki á dagskrá og fundi slitið 14:30.

Fundur foreldraráðs Hvammstanga 7.maí 2012

Mættar voru Selma Klara Gunnarsdóttir og Ingveldur Linda Gestsdóttir frá foreldraráði og Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri.

Fundur settur

Leikskólastjóri leggur fram drög að skóladagatali, það samþykkt af foreldraráði

Farið yfir starfsfólk næsta veturs

Leikskólastjóri kynnir nýja Aðalnámskrá leikskóla, sem er komin út. Frá og með næsta hausti verður farið í að aðlaga skólanámskrá leikskólans að nýrri Aðalnámskrá leikskóla sem gefin er út af menntamálaráðuneytinu.

Verkáætlun leikskólans í þróunarverkefninu Leikur er barna yndi hefur gengið vel eftir.

Farið var yfir síðasta fréttabréf leikskólans, þar sem rætt var um leikskólalóð í lok dagsins. Eins með vinsamleg tilmæli um að börn væru sótt ekki seinna en 16 ef að þau þyrftu að vera inni eftir veikindi.

Sagt frá styrk sem leikskóli fékk frá sveitafélagi til að færa hlið. Fara á í breytingar meðan sumarlokun er.

Fundi slitið.

Fundur foreldraráðs 10. nóvember 2011. Fundur settur kl.8:30. Mættar Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir og Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir auk Guðrúnar Láru Magnúsdóttur leikskólastjóra.

 • Leikskólastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
 • Leikskólastjóri lagði fram Ársskýrslu 2010-2011.
 • Leikskólastjóri ræddi um Aðalnámskrá leikskóla og áherslubreytingar sem hafa orðið í starfinu á leikskólanum hér.
 • Önnur mál: Byrjað er að vinna að verkefninu " Leikur er barna yndi " á leikskólanum.

Rætt um starfsdaga á skólaárinu. Starfsfólk leikskólans hefur rétt hér á einum námsskeiðsdegi og þremur starfsdögum hvert skólaár.

Fundi slitið kl. 10:00.

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir,

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir,

27. maí 2011.

Annar fundur kl. 9:30 á Leikskólanum Ásgarði. Mættar eru úr foreldraráði: Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir auk Guðrúnar Láru Magnúsdóttur leikskólastjóra.

9. september 2010

Fyrsti fundur foreldraráðs settur kl. 10:00. Mættar eru Elísa Ýr Sverrisdóttir, Ína Björk Ársælsdóttir, Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir úr stjórn ásamt Guðrúnu Láru Magnúsdóttur.

 • Guðrún Lára afhenti starfsreglur fyrir foreldraráðið og skóladagatal 2010-2011. Hún kynnti einnig nýtt fyrirkomulag í frjálsum leik barnanna sem er hugmyndafræði sem nefnist Flæði. Foreldrafélagið fagnar þessari nýju stefnu og hvetur starfsfólk áfram í því starfi.
 • Ákveðið að hafa myndatöku í haust. Tala á við ljósmyndara og ákveða tíma sem fyrst.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl.10:45.

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir,

Elísa Ýr Sverrisdóttir,

Ína Björk Ársælsdóttir.