Söngur leikskólans Ásgarðs


Á grænni grein

Í skóla er skemmtun að vera

nú skal okkar grænfáni blakta.

Við umhverfið ætlum að vakta

og auka gróður hér, húrra, húrra


Já,skólinn er á grænni grein

við greinum rusl og ekkert plat.

Við aldrei gerum öðrum mein

og alltaf borðum hollan mat.

Svo bætum við andann hjá okkur

og eflum vina flokk, húrra, húrra.


höf. texta Einar Georg




Fundagerðir Grænfánafunda


Fundargerðir skólaárið 2023-24

Fundur umhverfisnefndar 29. nóvember

Fundargerðir skólaárið 2022-23

Fundargerðir Grænfánans

Fundur umhverfisnefndar 24. janúar

Fundagerð Grænfánafundar 27. apríl 2022

Mætt voru: Margrét Eik, ásamt hluta barna í elsta hóp.

Kláruðum verkefnið um hringrás vatns. Endurnýttur var allskyns pappa í þetta verkefni og höfðum við gaman að verkefninu. Föndruðum síðan dropa úr pappa sem snérist allan hringinn.

Ræddum síðan um næsta verkefni sem er að gróðursetja sólblómafræ sem við fengum í gjöf frá SOS barnaþorpi.

fundi slitið kl 13:45

kv. Margrét Eik

Fundargerð Grænfánafundar 18.11.21 kl: 13:00
Mætt voru Ólöf og Arnar, ásamt ½ hóp nemenda úr 2016 árgangi.
• Markmið fundar var að klára verkefnið okkar um vatn/sjó
• Langt var frá síðasta fundi vegna m.a. veikinda starfsfólks
• Við hófum fundinn á að rifja upp vatnið og sjóinn, og töluðum um að ruslið okkar geti safnast upp í sjónum rati það ekki rétta leið á haugana eða í endurvinnslu. Við rifjuðum upp lífríki í vatni og sjó.
• Síðan var það að leggja loka hönd á verkefnið – þau gátu klipt út fiska í ýmsum stærðum, krossfiska og þara til að líma á blöðin sem þau máluðu á síðasta fundi. Síðan þurftu þau að setja amk einn fisk/krossfisk sem klipptur var úr plasti, og líma sömuleiðis á blaðið sitt. Þetta er til að minna okkur á og vekja umræðu um rusl/plast í sjónum.
Sköpunargleði þeirra réði ríkjum og til að setja punktinn yfir i-ið fengu þau tvö „googly eyes“ augu til að líma á fiska að eigin vali.
• Börnin fengu síðan að taka verkið með sér heim
• Næsti fundur er skipulagður 25. nóvember – þar sem seinni hópurinn klárar sín verkefni á sama hátt
• Fundi slitið 13:50

Kveðja Ólöf Grænfánastjóri

Fundargerð Grænfánafundar 29.11.21 kl: 13:00
Mætt var Ólöf, ásamt ½ hóp nemenda úr 2016 árgangi.
• Markmið fundar var aðeins að klára verkefnið okkar um vatn/sjó – sjá fyrri fundargerð
• Nú eru grænfánafundirnir komnir í jólafrí 
• Ég (Ólöf) fer síðan fljótlega í fæðingarorlof, og því verður starfið eitthvað með breyttum hætti eftir áramót, en það mun koma til með að skýrast.
• Ég (Ólöf) þakka fyrir samstarfið þessa haustönn, krakkarnir búnir að vera frábærir og mjög áhugasamir
• Að lokum minntumst við á að nýr Grænfáni er væntanlegur, en hann verður afhentur 8.des nk.
• Takk fyrir mig
• Fundi slitið 13:50
Kveðja Ólöf Grænfánastjóri

Fundargerð Grænfánafundar 14.10.21 kl: 13:00
Mættar voru Ólöf og Margrét, ásamt nemendum úr 2016 árgangi.
• Byrjuðum fundinn á að setja saman Jól í skókassa, einhverjir nemendur voru með hluti með sér sem þeir fengu að sína samnemendum og setja ofaní kassan. Þá átti eftir að pakka kassanum inn í jólapappír, og leggja lokahönd á innihaldið. [Þegar þetta er ritað, 21.10.2021 er kassinn tilbúinn, þeir krakkar sem áttu eftir að koma með í kassan náðu að gera það og kassinn orðin hinn glæsilegasti. Krakkarnir áhugasöm og ánægðir með hann.
• Við unnum svokallað umhverfismat fyrir þemað okka „Vatn“ – þar lögðu börnin mat á kunnáttu sína og stöðu leikskólans út frá spurningum sem lagðar voru fyrir og þannig getum við öll áttað okkur betur á hvar megi gera betur, bæði í fróðleik og hegðunarmynstri okkar – bæði heima fyrir og í leikskólanum.
o Dæmi um spurningar:
 Vitið þið hvað vatn er mikilvægt fólk? En dýr? En gróður?
 Er vatn stundum látið renna að óþörfu?
 Þekkið þið muninn á saltvatni (sjó) og ferskvatni?
• Síðan tók við verkefni – að mála vatn/sjó. Við máluðum mynd af vatni/sjó, og síðan stendur til á næsta fundi að föndra lífríki vatnsins og bæta inn á myndina. M.a. út frá umræðum haustsins um muninn á saltvatni og ferskvatni, og hvaða dýr eiga heimkynni á hvorum stað.
• Fundi slitið kl 14:00
• Næsti fundur á áætlun 28.10.21
Kveðja Ólöf Grænfánastjóri

Fundargerð 29.09.21 kl: 13:00

Mættar voru Ólöf og Margrét, ásamt nemendum úr 2016 árgangi.
• Skoðuðum plögg sem til eru annars vegar með dýrum og hinsvegar um hvað sé gott fyrir jörðina okkar og hvað ekki. Plöggin eru þannig að hægt er að taka af þeim upplýsingar (með frönskum rennilás) og færa til, festa á aðra staði og þannig læra og velta vöngum.
• Dýrin
o D: Dýr eiga sín heimkynni –hvað gerist ef ísbjörnin sem býr á Grænlandi myndi skipta um heimkynni við ljónið sem býr í Afríku.
o Börnin vissu það vel, könnuðust við flest heimkynni dýranna á plagginu, og fannst gaman að fá að gera sjálf. Dýrin eru ísbjörn, selur, górilla, ljón, sebrahestur, pandabjörn og kengúra.
• Hvað er gott/vont fyrir jörðina okkar
o Þar fórum við yfir þá hluti sem komu fram á plagginu, m.a. að flokka rusl, að hjóla, verksmiðjumengun og rusl í sjó. Lögðum við spjöldin á hvolf og fengu börnin að draga, og setja á réttan stað sem við átti: gerir þetta jörðinni okkar gott eða ekki.
• Ræddum örstutt jól í skókassa verkefnið, við létum börnin vita að við værum búin að hafa samband við foreldra þeirra. Börnin ætla að ræða við foreldra sína um hvort það sé eitthvað til heima sem mætti gefa 3-6 ára strák í jólagjöf í Úkraínu, eða fara saman í búðina og kaupa eitthvað smá.
• Nefndum einnig áður en fundi lauk að í næstu viku komi fólk frá Landvernd að skoða leikskólann og grænfánastarfið okkar, og að þeim langi til að hitta börnin og spjalla við þau. En þetta verður útskýrt betur fyrir börnunum þegar nær dregur.
• Enduðum fundinn á að fara út og gefa fuglunum fóður, þar sem fyrsta snjónum hafði kyngt niður í óveðri deginum áður.
• Fundi slitið 13:45
• Næsti fundur á áætlun 05.10.21

Kveðja Ólöf Grænfánastjóri


Fundagerð 23.09.21 kl: 13:00

Mætt voru Ólöf, ásamt nemendum úr 2016 árgangi.
• Ræddum um vatn
o Hringrás vatns, fengu að sjá mynd og við ræddum um hvernig vatn gufar upp (m.a. úr sjónum), rignir svo niður (m.a. í fjöllunum) og rennur aftur niður í sjó. Sumt vatn fer alla leið niður í jörðina, og það vatn getum við drukkið – grunnvatn. Sumt vatn kemur niður sem snjór, og helst sem snjór lengi lengi t.d. í jöklunum okkar.
• Ræddum mun á lífríki í sjó og vötnum/ám
o Skoðuðum myndband og myndir af hvölum
o Ræddum muninn á fisknum sem er í matinn í leikskólanum: hvíti fiskurinn er yfirleitt ýsa eða þorskur sem lifir í sjó. Bleiki fiskurinn er yfirleitt lax eða bleikja sem oftast eru veiddir í ám eða vötnum á sumrin, þótt þeir leiti í sjó á veturnar.
• Vorum með sjó í krukku annarsvegar og kranavatn í krukku hinsvegar og fengu börnin að lykta og smakka á án þess að vita hvort væri í hverju. Þau áttuðu sig öll á því að sjórinn var í annari krukkunni og giskuðu á að ferskvatnið kæmi úr krananum sem var hárrétt.
• Ræddum um jól í skókassa, töluðum um við börnin að með aðstoð þeirra og foreldra þeirra langaði okkur að útbúa sameginlega gjöf fyrir fátækt barn í Úkraínu. Þau tóku vel í það.
• Póstur verður sendur á foreldra 2016 árgangsins von bráðar með upplýsingum um verkefnið.
• Fundi slitið kl 13:40
• Næsti fundur á áætlun 29.09.21
Kveðja Ólöf Grænfánastjóri


Fundagerð 02.09.21 kl: 13:00
Mættar voru Ólöf og Margrét, ásamt nemendum úr 2016 árgangi.
• Styttri fundur þar sem við kynntum fyrir börnunum áætlun skólaársins.
o Þemað er Vatn (og orka) og Átthagar.
• Töluðum um fyrirhuguð verkefni skólaársins.
• Kynntum þeim aftur/betur fyrir Dodda umhverfisvæna og sögðum þeim frá því að hann ætlaði sér að taka virkan þátt á grænfánafundum.
• Börnin spurðu mikið og sögðu frá mörgu tengdu efni grænfánans og því sem hann stendur fyrir, ræddum lauslega vegna mikils áhuga m.a. mengun, vatn (t.d. mun á vatni og sjó), dýr í vatni og sjó, átthagar og hvað það orð þýðir.
• Ræddum um kartöfluuppskeru dagsins.
• Ræddum umhverfisdaginn 16.september, spurðum hvað við gerðum sérstakt á þeim degi og börnin vissu það: Týna rusl!
o Ræddum svo áfram um það afhverju það er stundum rusl í umhverfinu okkar (t.d. að fólk hendir stundum rusli úti í náttúrunni, stundum fýkur það óvart út í veður og vind....) og að við værum að gera gott fyrir allt samfélagið okkar að taka upp ruslið og koma á sinn stað.
• Fundi slitið kl 13:40
• Næsti fundur á áætlun 15.09.21
Kveðja Ólöf Grænfánastjóri


Fundagerð umhverfisnefndar 26.8.2021, kl. 14:10

Mætt: Ólöf Rún Skúladóttir & Margrét Eik Guðjónsdóttir (grænfánastjórar), Gúðrún Lára Magnúsdóttir (leikskólastjóri), Hjördís Bára Sigurðardóttir (matráður), Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir (f.h. foreldrafélags).

Sveinn Ingi Bragason (húsvörður) komst ekki.

  • Aðalheiður Sif fyrrum grænfánastjóri lét af störfum í leikskólanum í sumar og stundar nú kennaranám, þökkum henni fyrir gott starf innan grænfánans
  • Nýir grænfánastjórar: Ólöf Rún og Margrét Eik
  • Farið yfir umsókn nýs fána sem skilað var inn júní 2021
  • Úttekt fyrir nýjan fána fer fram í september – á staðnum eða rafrænt, er enn óvíst
  • Farið yfir starfsemi síðasta veturs ásamt þeim þemum og markmiðum sem falla undir hinn nýja fána
  • Kynnt drög að starfsemi komandi veturs
  • Ákveðið var að „dusta rykið“ af umhverfis Dodda og koma honum betur inn í grænfánastarfið.
  • Hugmynd: að búa til sögu þar sem Doddi er aðalpersónan
  • Höldum áfram að deila fundargerðum inn á heimasíðu leikskólans
  • Fundi slitið
  • Fundaritun Ólöf Rún Skúladóttir

Fundargerð 21.10.20

Mættar voru Aðalheiður og Dagrún.
Fundur með nemendur úr 2015 árgang.
• Talað um mús, kengúru og breiðnef.
• Talað um Sýrland, Tyrkland, Serbíu og Úkraínu.
• Jól í skókassa var skreyttur og farið með kassann í Hvammstangakirkju.
• Bjuggum til spurningar handa íslenskum börnum sem búa í útlöndum og þær verða sendar til þeirra og við fáum svör frá þeim í myndbandi sem verður sýnt síðan á næsta fundi með börnunum.
• Fundi slitið 14:00.
• Næsti fundur 11.11.20.
Kveðja Aðalheiður Grænfánastjóri.

Fundargerð 07.10.20
Mættar voru Aðalheiður og Dagrún.
Fundur með nemendur úr 2015 árgang.
• Talað um birni, úlfa, rauðan ref, pöndu og hunda.
• Talað um England, Belgju og Spán.
• Samræðurnar urðu síðan um víkinga á Englandi, skoðað voru víkingar í Noregi og Englandi. Síðan var búin til víkinga leikur.
• Myndir af dýrum hengdar upp í Tónlistagarði.
• Fundi slitið 14:00.
• Næsti fundur 21.10.20
Kveðja Aðalheiður Grænfánastjóri.

Fundargerð 09.09.20
Mættar voru Aðalheiður og Dagrún.
Fundur með nemendum úr 2015 árgang.
• Talað um Spendýr, kattartegundir: ljón, heimiliskött og gaupu.
• Talað um grasið á Íslandi og mosann sem er í kringum okkur.
• Við ræddum um Norðurlöndinn: Noregur, Danmörk, Svíðþjóð og Finnland.
• Myndband var sýnt af dýrum og löndum.
• Myndir af dýrum og plöntum er hengdar upp í Tónlistargarð ásamt landakorti.
• Fundi slitið 14:00.
• Næsti fundur 07.10.20
Kveðja Aðalheiður Græfánastjóri.

Fundagerð 19.02.20

Mætt voru Aðalheiður og Stella

Fundur með nemendur úr árgangi 2014.

  • Byrjað var að lesa bréfið frá Lunu þar sem hún sagði okkur frá samgöngum, hvað er megnun og hvaðan kemur mengun.
  • Hún sagði okkur að bílar sem eru í gangi og eru stopp menga mikið. Við ættum alltaf að slökkva á bílnum.
  • Svo fórum við að mála miða sem á stendur „Vinsamlegast slökkvið á bílnum“ fengum að taka tvo miða heim.
  • Svo máluðum við Gullnabox og límdum fullt af flottum hlutum á og svo geymum við boxið í hólfinu okkar. Þegar við förum í göngutúr getum við tekið boxið með og týnt í það allskonar fallega hluti.
  • Fundi slitið 14:00
  • Næsti fundur 11. 03.20

Kveðja Aðalheiður Grænfánastjóri.


Fundargerð 29.01.2020

Mætt var Aðalheiður Sif ásamt börnum í árgangi 2014.

  • Byrjað að lesa blaðið frá Lunu og hún kenndi okkur á flokkunar tunnur og hvað færi ofan í þær.
  • Hengdar voru upp á vegg myndir af flokkunar tunnum í tónlistagarði.
  • Málaðir fjölnota pokar sem Aðalheiður saumaði úr gömlum borð dúkum, allir nemendur fengu að mála sinn poka, síðan fengu þau að taka þá með heim. Pokarnir eru ætlaði tilnota við innkaup svo ekki sé verið að kaupa plastpoka.
  • Fundur slitin 14:15
  • Næsti fundur 12. febrúar.

Kveðja Aðalheiður Grænfánastjóri.


Fundargerð 09.12.2019

Mætt var Aðalheiður Sif ásamt börnum í árgangi 2014.

  • Byrjað var að opna bréf sem við fengum frá Lunu. Luna er panda sem býr í Kína og ætlar að hjálpa okkur að vera umhverfisvæn.síðan var opnaður pakki frá Lunu líka og í pakkanum voru miðar sem er ætlað að minna okkur á að slökkva ljós, ekki henda mat og ekki láta vatnið renna lengi.
  • Svo var farið að hengja upp miðana um allan leikskólann hjá matar borðum, vatnskrönum og ljósarofa.
  • Rætt var um hvers vegna þessir miðar væru mikilvægir.
  • Fundi slitið 14:00
  • Næst fundur 29. janúar.

Kveðja Aðalheiður Grænfánastjóri.


Fundargerð13.11.2019

Mætt var Aðalheiður Sif.

Fundur með nemendur úr árgangi 2014.

  • Byrjað var að kynna Dodda græna og hans hlutverk í skólanum.Grænfáninn kynntur og hvað hann táknar fyrir skólann.
  • Farið yfir matarsóun, flokkun og umhverfið.
  • Börnin voru beðin að teikna myndir eftir kynningu um matarsóun, flokkun og umhverfið. Myndir voru hengdar upp á vegg í tónlistagarði.
  • Fundið nafn á hópinn og nafnið er Grænfána krakkar.
  • Fundið slitið 14:00
  • Næsti fundur 9. desember.

kveðja Aðalheiður Grænfánastjóri.


Fundargerð 31.08.2012

mætt voru: Gerður Rósa, Sigríður Elva, Anna J., Þorbjörg Valdimars., Kristinn og Jóhanna Helga. Fjarverandi var Guðrún Lára

  • Rætt um nýja hugmynd hvað varðar skipulag á jarðgerðartunnunni. Þ.e.a.s að nú verða hengdir miðar á skápa starfsmanna þar sem segir að sá einstaklingur sem með jarðgerðartunnuna þessa viku, svo færist miðinn á næsta skáp vikuna þar á eftir. Þetta var samþykkt.
  • hvað verður um moltuna sem tekin er úr tunninni ?? Gerður Rósa ætlar að ath. það hjá Birni.
  • Verkefnisstjóri tilkynnti að leikskólinn væri að gerast styrktarforeldri, en sótt hefur verið um að styrkja barn á vegum SOS. Hugmyndin er að það verði baukar á hverjum garði á leikskólanum (í anddyri) þar sem börnum og foreldrum er frjálst að gefa peninga í verkefnið. Einnig er í boði að koma með dósir/flöskur sem börnin geta svo farið með niður í pakkhús og fengið pening fyrir. Baukarnir verða glærir svo hægt sé að fylgjast með því hversu mikið kemur í þá.
  • Verkefnastjóri sendi fyrirspurn á hana Gerði hjá Landvern um hvert næsta skref væri hjá Ásgarði, og svaraði hún því og eigum við bara að halda okkar striki þar til kemur að næstu úttekt. Ekki þarf að sækja um nýjan fána fyrr en á næsta ári.
  • Þemadagar voru ræddir og samþykkt var að hafa Bíllausan dag einhverntímann á næstunni. Þá verða foreldrar hvattir til að ganga í og úr leikskólan þann daginn og foreldrar sem koma lengra að hvattir til að sameina í bíla.
  • Rætt var um að það þyrfti að bæta aðstöðu hjá jarðgerðartunnu, hvort sem það er að smíða palla í kringum hana eða hvort það eigi hreinlega að færa hana í meira skjól.
  • Þórunn aðstoðarleikstjóri mætti á fund 14:25

fundi slitið kl. 14:35

kv. Gerður Rósa Grænfánastjóri

Grænfánafundur

fundargerð 20.03.2012

mættar voru: Gerður Rósa, Anna, Jóhanna Helga, Guðrún Lára, Sigríður Elva og fjarverandi var Kristinn

umræðuefni

  • finna þarf foreldra í umhverfisnefnd. Jóhanna Helga ætlar að ath. hvort Þorbjörg Valdimarsdóttir sé ekki til í verkið ;)
  • hvetja til að kennarar taki myndir af verkefnum sem eru úr endurvinnanlegum efnivið og setji í grænfánamöppu í tölvu
  • Að leikskólinn Ásgarður gerist styrktarforeldri. Bæði nemendur og kennarar taka þátt.
  • Þemadagar. ath hvort við ætlum að hafa t.d rafmagnslausan dag eða að nemendur komi með flík að heiman sem þau eru hætt að nota og setji í rauða krossinn. Nemendur myndi þá fara í gönguferð og fara með fötin sjálf í gáminn ásamt kennurum.
  • fara yfir merkingar við slökkvara (munið að slökkva ljósin). Setja miðan fyrir neðan ljósin svo þeir séu í hæð barnanna og einnig endurnýja þá miða sem eru ornir upplitaðir.
  • Ath. hvort hægt sé að eiga kind-lömb hjá Eggerti og Öllu.

kv. Grænfánaforinginn Gerður Rósa

Grænfánafréttir

Hér er allt gott að frétta. Þegar snjórinn og kuldinn var sem mestur hjá okkur hérna á Hvammstanga kom smá babb í bátinn með jarðgerðartunnuna !! HÚN FRAUS !!!

En þegar það fór aðeins að minnka kuldinn og hann Björn kíkti aðeins í hana fyrir okkur komst hún í lag aftur og erum við alveg byrjuð á fullu með hana aftur.

Flokkun í endurvinnslukassana okkar gengur eins og í sögu og eru börnin rosalega áhugasöm og dugleg í því að flokka


ATH. við erum enn að leita af fulltrúa foreldra í grænfánanefndina !!!!!!!

endilega látið vita ef þið hafið áhuga á að starfa með einstaklega skemmtilegu fólki ;)

kv. Gerður Rósa Grænfánaforingi :)


Grænfánafréttir

í fréttum er þetta helst

á síðasta fundi var ákveðið að leyfa börnunum að koma meira inn í verkefnið, þ.e.a.s. að leyfa þeim að taka meira þátt og gera hluti sem t.d kennarar sáu um.

eitt verkefnið var að leyfa börnunum að flokka í endurvinnslukassana sem við erum með í húsinu.

Í eldhúsinu hjá Önnu er fata sem hún setur í allskonar hráefni, t.d box undan smurostum, kexpakka, innan úr klósettrúllum og fl. þegar þessi fata er orðin full þá lætur hún okkur vita og við leyfum börnunum að flokka í kassana.

Með þessu læra þau hverskonar rusl þau eru að meðhöndla, t,d sléttur pappi, plast, gler og þess háttar.

Þetta hefur gengið mjög vel og börnin voru fljót að ná þessu og það má segja að þau hafi slegið tímamet í að flokka í annað skiptið sem þetta var gert :)

Mjög gaman og börnin eru snillingar í þessu.

kv. Gerður Rósa Grænfánaforingi ;)


Fundargerð 25. nóvember 2011

mættir: Gerður Rósa, Jóhanna Helga, Anna, Guðrún Lára og Sigríður Elva. farverandi var Kristinn.

Umræðuefni

- Finna fulltrúa frá foreldrum til setu í umhverfisnefnd. Óska eftir foreldrum á tötlu á öllum deildum.

- Þegar verið er að vinna verk úr endurunnu efni er gott að taka myndir og safna í möppu. Rósa útbýr möppu undir myndir

- láta nemendur flokka í endurvinnsludallana sem eru á leikskólanum. Anna setur umbúðir í fötu og lætur vita þegar er orðin full fata.

- útbúa Dodda græna blað til að setja á handþurrkukassa, til að láta vita að ein þurrka sé nóg.

- virkja nemendur í að koma með hugmyndir um hvað við getum gert við verðlaus efni (það sem við erum að endurvinna og flokka). Leyfa þeim sjálfum að skapa úr hlutunum.

- Hugmynd um að hafa fulltrúa nemenda sem situr fund þegar verið er að fara yfir gátlista. Gera tilraun með það hvernig það gangi.

- umræður um hvort ætti að setja mjólkurbelju í skólann. Skoða betur

- Tilvalið að fara að búa til pappír úr fullnýttum pappír.

- Farið var yfir umhverfisgátlista, merkt við nokkra þætti til viðbótar.

Fundi slitið kl. 14:00

-


Ný umhverfisnefnd :)

Kosið var í nýja umhverfisnefnd á Ásgarði. Sigurbjörg lét af störfum sem verkefnastjóri og í hennar stað kom
Gerður Rósa Sigurðardóttir

Einnig létu af störfum þær Elsa Rut, Lena og Eva sem var fulltrúi foreldra og í þeirra stað komu þær

Sigríður Elva og Jóhanna Helga.

Auk þeirra eru enn starfandi Kristinn, Anna ogGuðrún Lára :)

næst á dagskrá hjá okkur er svo að finna fulltrúa foreldra og ef það er einhver sem er æstur í að vera með okkur, frábæra fólkinu ;) þá meigið þið endilega láta verkefnastjóra eða aðra nefndarmeðlimi vita.

p.s allir foreldrar meiga bjóða sig fram í nefdina, líka pabbar :)

Leikskólinn Ásgarður gerðist þáttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein þann 23. nóvember 2009.

Unnið er að því að stíga "skrefin sjö" og stefnt er að því að fá Grænfánan sumarið 2011.

Verkefnisstjóri er Sigurbjörg Friðriksdóttir.

Við höfum nú stigið skrefin sjö.

Grænfáninn verður afhentur á sumarhátíð skólans þann 23. júní 2011.

Umhverfissáttmáli leikskólans.

Leikskólinn Ásgarður hefur tekið þá stefnu að vinna markvisst af því að börn, starfsfólk og skólasamfélagið í heild tileinki sér þá hugsun að vera ábyrgur gagnvart umhverfi og náttúru.

Umhverfisstefna leikskólans.

Meginmarkmið næstu tvö árin.

Flokkun og endurvinnsla. Endurnýta það sem hægt er m.a. til listsköpunar, tilrauna, rannsókna og í leik og flokka pappír, pappa, dagblöð, fernur, málma, plast, gler, rafhlöður og setja í endurvinnsluna.

Umhverfi. Umhverfisdagur þá hreinsum við lóð og nánasta umhverfi, vinnum verkefni úr því sem safnast og höfum til sýnis. Á vorsýningu er sýning á verkum úr endurunnum efniviði.

Orka. Slökkvum á ljósum á svæðum þar sem enginn er, og látum vatn ekki renna að óþörfu.

Umhverfisnefnd starfsfólks og foreldra skipa.

Anna Jónasdóttir matráður, Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri, Kristinn Björnsson húsvörður, Elsa Rut Róbertsdóttir fulltrúi Grænagarðs, Lena Marie Petterson fulltrúi Rauðagarðs, Sigurbjörg Friðriksdóttir fulltrúi Bláagarðs og Sigrún Eva Þórisdóttir fulltrúi foreldra.

Fundagerðir umhverfisnefndar.

30.05.11

Heimsókn frá fulltrúum Landverndar.

Mætt: Sigurbjörg Friðriksdóttir, Lena-Marie Pettersson, Elsa Rut Róbertsdóttir, Guðrún Lára Magnúsdóttir, Sigrún Eva Þórisdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Gerður Magnúsdóttir.

Gengið var um skólann með fulltrúum landverndar sem komu með ábendingar og hugmyndir um úrbætur sem við munum vinna úr. Einnig funduðu þau með nemendum. Ákveðið var að við fengjum Grænfánann afhenta á sumarhátíð skólans sem verður þann 23. júní 2011.

09.03.11

Mætt: Kristinn Björnsson, Guðrún Lára Magnúsdóttir, Sigrún Eva Þórisdóttir, Anna Jónasdóttir, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Elsa Rut Róbertsdóttir, Lena-Marie Pettersson.

  • Sigurbjörg kynnti drög að skýrslu 2011 – skóli á grænni grein. Skýrslan lesin sameiginlega
  • Skýrslan verður send með umsókn um Grænfána til Landverndar.
  • Stefnt á að sækja um Grænfánann í júní. Skila þarf umsókninni með mánaðar fyrirvara.
  • Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein endurskoðaður.
  • Ákveðið að taka átak í að uppýsa foreldra betur og oftar um grænfánaverkefnið og stefnu skólans. Verður gert í formi frétta og tilkynninga á heimasíðu skólans og á töflum deilda.
  • Ákveðið að draga úr fjölda ljósapera í flúrljósum (matsalur og vesturstofan á Grænagarði).
  • Fundi slitið.

05.10.10

Mætt: Guðrún Lára Magnúsdóttir, Lena-Marie Pettersson, Kristinn Björnsson, Sigrún Eva Þórisdóttir, Anna Jónasdóttir, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Elsa Rut Róbertsdóttir.

  • Nýjir nefndarmenn boðnir velkomnir og farið yfir fyrri störf nefndarinnar.
  • Drög að umhverfisstefnu leikskólans Ásgarðs kynnt. Meginmarkmið næstu tvö árin eru: Flokkun og endurvinnsla, umhverfið – stefnt er að því að koma á umhverfisdegi. Orka – slökkva ljós þar sem engin er og passa upp á vatnsrennsli, spara orku.
  • Helstu verkefni nefndarinnar er að fylgja því eftir að unnið sé eftir því sem við gefum okkur út fyrir að vera að gera.
  • Haldið áfram að fylla út umhverfisgátlista fyrir skóla á grænni grein. Klárað var að fylla hann út
  • Fundið slitið.

26.05.10

Mætt: Anna Jónasdóttir, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Guðrún Lára Magnúsdóttir, Elsa Rut Róbertsdóttir, Björn Þorgrímsson.

  • Fundur um moltugerð
  • Björn Þorgrímsson sat fundinn og útskýrði moltugerð og virkni jarðgerðartunnunnar. Fengum lánaðan bækling til útskýringar.
  • Hugmynd kom upp um aðra staðsetningu fyrir tunnuna utan girðingar, verður skoðað.

27.04.10

Mætt: Guðrún Lára Magnúsdóttir, Anna Jónasdóttir, Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, Elsa Rut Róbertsdóttir, Sigurbjörg Friðriksdóttir.

Rætt um að hefja flokkun og fara svo út í að fínpússa vinnuna.

Mikilvægt að koma vinnunni af stað og virkja bæði starfsfólk og börn.

Rætt um hlutverk nefndarinnar.

Þátttaka foreldra rædd, talað um að koma ferlinu af stað og fá foreldra inn í haust.

Flokkunargámarnir ræddir, hvar á að staðsetja þá, merkingar og annað. Einn stór gámur undir fernur og pappír utan af vörum á borð við morgunkorn, einn lítill gámur undir dagblöð og sléttan pappír t.d. pokar utan af hveiti, einn lítill gámur undir ál (niðursuðudósir), einn stór gámur undir gler. Einnig verða þrír safnbakkar undir pappír staðsettir á hverri deild, allir eins á litinn og með viðeigandi merkingum.

Elsa fær það verkefni að athuga með merkingar á bakka.

Rætt um að gott væri að koma á samræmi milli leik og grunnskóla. Nefndin sýni frumkvæði að því

Rætt um aðkomu barnanna, ákveðið að næst elsti árgangur leikskólans sitji umhverfisfundi einu sinni í mánuði. Um áramót yrðu skipti þannig að nýr hópur barna tæki við (næst elstu börn).

Rætt á starfsmannafundi hver vill taka að sér að halda utan um hópinn og sjá um fundina. Á fundunum verður skráð fundargerð.

Fundur 31.03.10

Mætt: Guðrún Lára Magnúsdóttir, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Elsa Rut Róbertsdóttir.

  • Rætt um að velja lykilmenn innan skólans til að virkja starfsmenn til þátttöku í verkefninu. Ákveðið er að lykilmenn séu leikskólastjóri, fulltrúi frá ræstingu, fulltrúi frá eldhúsi, fulltrúi frá hverri deild og fulltrúar frá foreldrum. Húsvörður er einnig lykilmaður.
  • Rætt um aðkomu foreldra. Hugmynd um að auglýsa fundi og gefa öllum foreldrum kost á að mæta.
  • Farið yfir og fyllt út í umhverfisgátlista fyrir skóla á grænni grein. Halda áfram á bls. 8 í listanum á næsta fundi.
  • Ákvörðun tekin um að gera endurvinnslugáma tilbúna til notkunar fyrir 12. apríl og að bakkar fyrir endurvinnslupappír séu klárir inni á deildum fyrir sama dag.
  • Rætt um hvernig á að kynna verkefnið fyrir börnunum.
  • Umræður um grænfánaverkefni verða á næsta starfsmannafundi 12. apríl.