news

Menntastefna Húnaþings vestra

27 Okt 2020

Hafin er vinna við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Húnaþing vestra.
Hér gefst öllum íbúum tækifæri til að koma sínum hugmyndum og vangaveltum á framfæri.
Tilgangur menntastefnu er að ná víðtækri samstöðu um framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi í Húnaþingi vestra og skerpa á forgangsröðun mikilvægustu umbótaverkefna.
Lögð er áhersla á að ná fram viðhorfum og hugmyndum allra hagsmunaaðila í skólastarfi við mótun menntastefnu og áhersluþátta hennar.

Endilega gefðu þér tíma og sendu inn þínar ábendingar, þær skipta máli.

https://forms.gle/7G9hZVusVSQbivzV8