news

Tannverndarvika

03 Feb 2023

Frá mánudeginum 30. jan til föstudagsins 3. febrúar var haldin tannverndarvika hjá okkur í Ásgarði. Markmiðið okkar var að leggja áherslu á að fræðast um tennurnar okkar, tannhirðu og holt mataræði. Í lokin fengum við hana Liljönu okkar í heimsókn til að sýna okkur hvernig við eigum að tannbursta okkur og kenndi okkur líka að nota tannþráð. Sér til aðstoðar hafði Liljana með sér stórar gervitennur og stórann tannbursta og voru börnin handviss um það að þetta væru gervitennurnar og tannburstinn hennar Grílu.

Við þökku Liljönu kærlega fyrir okkur.