Velkomin í skólann



Kæri lesandi
Ef þig langar að koma og skoða Ásgarð á Hvammstanga ert þú hjartanlega velkominn.
Hafðu samband við okkur í síma 451-2343 og við finnum tíma sem hentar.

Þegar börn byrja í leikskólanum eru áætlaðir a.m.k. 5 dagar í aðlögun, þar sem nemandi er stuttan tíma hjá okkur til að byrja með og síðan eykst hann smám saman. Foreldrar eru með þeim fyrstu stundirnar en fara svo að draga sig í hlé eftir því sem barnið öðlast meira öryggi.
Mikilvægt er að góð samvinnu takist strax í byrjun milli foreldra og kennara. Barnið þarf góðan tíma til að kynnast leikskólanum, öðrum nemendum og starfsfólkinu. Góð aðlögun hefur mikla þýðingu fyrir komandi leikskólagöngu nemandans. Einnig gefst foreldrum gott tækifæri til að kynnast starfsfólki og starfsháttum leikskólans.
Nauðsynlegt er að barnið komi reglulega á meðan það er að aðlagast leikskólanum.

Með kveðju starfsfólk