Guðný Kristín Guðnadóttir
Aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri
Guðný Kristín er með B.Ed. gráðu í faggreinakennslu í íslensku á grunnskólastigi. Íslenska er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og nýtist því menntunin vel í starfi. Áður en Guðný Kristín hóf störf á leikskóla vann hún í félagslegri heimaþjónustu með eldri borgurum. Auk þess er hún sauðfjárbóndi í Hrútafirði, hún hefur ánægju af útiveru og dýrum ásamt því að eiga gæðastundir með fjölskyldunni .