news

Umhverfisdagurinn

18 Apr 2024

Það var nóg að gera hjá okkur í Ásgarði á umhverfisdeginum. Dagurinn byrjaði á því að elsta árgangnum var boðið að koma yfir í grunnskólan og fá fyrsta klassa plastfræðslu frá Guðrúnu Ósk. Eftir að fræðslu var lokið skellti eldrastigið, í öllu sínu veldi, sér niður á endurvinnslustöð með miðstigi grunnskólans og þar fengum við að kíkja ofan í gáma og kynnast flokkuninni. Björn og Siggi Björn tóku þar vel á móti okkur.

Miðstigið og yngrastigi sátu ekki aðgerðarlaus heldur var farið í göngutúra, umhverfið skoðað og rusl týnt (það sem fannst og var ekki undir snjó).

Sumsjé ágætis dagur hjá okkur í Ásgarði